Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun