Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum.
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun