Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:17 Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Leikskólar Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar