6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:02 Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun