Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller, Elín Anna Baldursdóttir og Sævar Már Gústavsson skrifa 12. nóvember 2024 10:16 Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun