Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar 10. nóvember 2024 17:01 Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun