Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar 10. nóvember 2024 17:01 Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun