Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:17 Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum. Stjórnvöld hafa nú boðað tvöföldun kolefnisgjalds, sem á að skila 7,6 milljörðum króna til viðbótar. Nú vill svo til að kolefnisgjald er ekki ýkja oft til umræðu. Einna helst þegar það hækkar, sem það hefur vissulega gert og reyndar fimmfaldast frá því það var tekið upp árið 2010. Verði af þessari hækkun þá hefur þetta gjald tífaldast á 14 árum. Tvöföldun skattsins fyrir sjávarútveg Í frumvarpsdrögum um kílómetragjald á ökutæki, sem ætlað er að gera breytingar á skattlagningu af veganotkun, er einnig fjallað um breytingar á kolefnisgjaldi. Áhrif á ökutæki sem brenna eldsneyti er augljóslega ætlað að vera lítil sem engin og í raun breyting á gjaldtöku en ekki bein hækkun, þó undantekningar séu á því. Aftur á móti skortir alla umfjöllun og mat á áhrifum á aðrar greinar en samgöngur sem ekki nota vegakerfið. Það er skylda stjórnvalda að leggja mat á og upplýsa hvaða afleiðingar lagabreytingarnar muni hafa. Þetta hefur því miður misfarist og í frumvarpinu er ekki lagt mat á áhrif hækkunar gjaldsins á fiskiskip. Fyrir liggur að sjávarútvegur greiðir nú þegar 30-35% af öllu kolefnisgjaldi. Ef breytingin nær fram að ganga munu þessir umhverfisskattar frá fiskiskipaflotanum hækka úr 2,2 milljörðum króna í 4,4 milljarða króna. En hvaða áhrif hefur slík hækkun á greinina? Það segir sig sjálft að áhrifin verða töluverð. Ekki síst vegna þess að margar af þeim þjóðum sem við keppum við hafa undanþegið sjávarútveg frá slíkum greiðslum. Í Noregi þurfa fyrirtæki að greiða kolefnisgjald. Sá er þó munurinn að norska ríkið endurgreiðir fiskiskipum stóran hluta þess. Norski matvælaráðherrann hefur í ofanálag ákveðið að bæta verulega í þessar endurgreiðslur, enda þjónaði gjaldið að sögn ekki tilgangi sínum, sem átti að vera hvatning til að nota græna orku. Hún orðaði það á þann hátt að þegar ekki væru til aðrar lausnir, þá væri ekki verjandi að ýta heilli atvinnugrein yfir brúnina. Orkan er uppseld Það væri heillandi ef íslensk stjórnvöld myndu átta sig á þessu. Ekki aðeins þegar kemur að fiskiskipum heldur líka gagnvart fiskimjölsverksmiðjum. Miklum fjármunum hefur verið varið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja til að stuðla að frekari orkuskiptum í sjávarútvegi. Nú er hins vegar svo komið að rafmagnið er uppselt og því eru fiskimjölsverksmiðjurnar tilneyddar til frekari notkunar á olíu. Og fyrir það er þeim nú refsað með aukinni skattheimtu. Það ættu flestir að sjá óréttlætið í þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir að hækkun kolefnisgjalds mun leggjast sérstaklega þungt á íslenskan sjávarútveg og það með ósanngjörnum hætti. Það má fullyrða að engin atvinnugrein hefur undanfarin ár lagt jafn ríka áherslu á umhverfisvænan rekstur og sjávarútvegurinn. Þar sem grænar lausnir eru mögulegar hefur sjávarútvegurinn verið í fararbroddi svo eftir hefur verið tekið. Hægt er að nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip, endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra, landtengingar við hafnir og margt fleira. Með hagræðingu í fiskiskipaflotanum, færri og stærri skipum og nýjum lausnum, hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun. Staðreyndin er sú að íslenski flotinn hefur dregið úr olíunotkun um tæp 40% á síðustu 35 árum. Til að setja það í samhengi er mikilvægt að benda á að á sama tíma hefur heildarolíunotkun Íslands aukist! Minnkandi samkeppnishæfni Lega Íslands, og staðsetning helstu fiskimiða okkar og markaða, er með þeim hætti að við þurfum olíu áfram. Þó að í gangi séu tilraunir með grænt eldsneyti fyrir fiskiskip, þá liggur fyrir að slíkar lausnir eru ekki í sjónmáli. Tvöföldun á kolefnisgjaldi er því mikið högg fyrir greinina og mun í raun vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum með því að skerða fjárfestingargetu fyrirtækjanna í umhverfisvænni tækni og lausnum. Kolefnisgjald hljómar eins og gjald sem eðlilegt er að greiða til að leggja okkar af mörkum til umhverfismála. Niðurstaðan er hins vegar þveröfug, eins og hér hefur verið bent á. Við það bætist að samkeppnisstaða strandsiglinga versnar til muna á meðan gjaldtaka lækkar á eyðslufrekustu vörubílana sem slíta vegakerfið í stórum stíl. Það er vandséð hvernig það eigi að stuðla að eflingu strandsiglinga með vörur sem stefnt er að. Að auki hækka álögur á rafmagns- og eyðslugranna bíla meira en á eyðslumeiri farartæki. Staðreyndin er sú að gjaldið er í raun skattur sem hefur hækkað stjórnlaust síðustu árin. Honum er laumað í gegn í nafni umhverfisins og nú á að sækja 7,6 milljarða til viðbótar með grænþvotti. Það eina sem þessi skattlagning gerir er að veikja íslenskan sjávarútveg, höggva skarð í samkeppnisstöðu Íslendinga og draga úr fjárfestingargetu íslenskra fyrirtækja - í raunverulega grænum lausnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum. Stjórnvöld hafa nú boðað tvöföldun kolefnisgjalds, sem á að skila 7,6 milljörðum króna til viðbótar. Nú vill svo til að kolefnisgjald er ekki ýkja oft til umræðu. Einna helst þegar það hækkar, sem það hefur vissulega gert og reyndar fimmfaldast frá því það var tekið upp árið 2010. Verði af þessari hækkun þá hefur þetta gjald tífaldast á 14 árum. Tvöföldun skattsins fyrir sjávarútveg Í frumvarpsdrögum um kílómetragjald á ökutæki, sem ætlað er að gera breytingar á skattlagningu af veganotkun, er einnig fjallað um breytingar á kolefnisgjaldi. Áhrif á ökutæki sem brenna eldsneyti er augljóslega ætlað að vera lítil sem engin og í raun breyting á gjaldtöku en ekki bein hækkun, þó undantekningar séu á því. Aftur á móti skortir alla umfjöllun og mat á áhrifum á aðrar greinar en samgöngur sem ekki nota vegakerfið. Það er skylda stjórnvalda að leggja mat á og upplýsa hvaða afleiðingar lagabreytingarnar muni hafa. Þetta hefur því miður misfarist og í frumvarpinu er ekki lagt mat á áhrif hækkunar gjaldsins á fiskiskip. Fyrir liggur að sjávarútvegur greiðir nú þegar 30-35% af öllu kolefnisgjaldi. Ef breytingin nær fram að ganga munu þessir umhverfisskattar frá fiskiskipaflotanum hækka úr 2,2 milljörðum króna í 4,4 milljarða króna. En hvaða áhrif hefur slík hækkun á greinina? Það segir sig sjálft að áhrifin verða töluverð. Ekki síst vegna þess að margar af þeim þjóðum sem við keppum við hafa undanþegið sjávarútveg frá slíkum greiðslum. Í Noregi þurfa fyrirtæki að greiða kolefnisgjald. Sá er þó munurinn að norska ríkið endurgreiðir fiskiskipum stóran hluta þess. Norski matvælaráðherrann hefur í ofanálag ákveðið að bæta verulega í þessar endurgreiðslur, enda þjónaði gjaldið að sögn ekki tilgangi sínum, sem átti að vera hvatning til að nota græna orku. Hún orðaði það á þann hátt að þegar ekki væru til aðrar lausnir, þá væri ekki verjandi að ýta heilli atvinnugrein yfir brúnina. Orkan er uppseld Það væri heillandi ef íslensk stjórnvöld myndu átta sig á þessu. Ekki aðeins þegar kemur að fiskiskipum heldur líka gagnvart fiskimjölsverksmiðjum. Miklum fjármunum hefur verið varið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja til að stuðla að frekari orkuskiptum í sjávarútvegi. Nú er hins vegar svo komið að rafmagnið er uppselt og því eru fiskimjölsverksmiðjurnar tilneyddar til frekari notkunar á olíu. Og fyrir það er þeim nú refsað með aukinni skattheimtu. Það ættu flestir að sjá óréttlætið í þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir að hækkun kolefnisgjalds mun leggjast sérstaklega þungt á íslenskan sjávarútveg og það með ósanngjörnum hætti. Það má fullyrða að engin atvinnugrein hefur undanfarin ár lagt jafn ríka áherslu á umhverfisvænan rekstur og sjávarútvegurinn. Þar sem grænar lausnir eru mögulegar hefur sjávarútvegurinn verið í fararbroddi svo eftir hefur verið tekið. Hægt er að nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip, endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra, landtengingar við hafnir og margt fleira. Með hagræðingu í fiskiskipaflotanum, færri og stærri skipum og nýjum lausnum, hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun. Staðreyndin er sú að íslenski flotinn hefur dregið úr olíunotkun um tæp 40% á síðustu 35 árum. Til að setja það í samhengi er mikilvægt að benda á að á sama tíma hefur heildarolíunotkun Íslands aukist! Minnkandi samkeppnishæfni Lega Íslands, og staðsetning helstu fiskimiða okkar og markaða, er með þeim hætti að við þurfum olíu áfram. Þó að í gangi séu tilraunir með grænt eldsneyti fyrir fiskiskip, þá liggur fyrir að slíkar lausnir eru ekki í sjónmáli. Tvöföldun á kolefnisgjaldi er því mikið högg fyrir greinina og mun í raun vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum með því að skerða fjárfestingargetu fyrirtækjanna í umhverfisvænni tækni og lausnum. Kolefnisgjald hljómar eins og gjald sem eðlilegt er að greiða til að leggja okkar af mörkum til umhverfismála. Niðurstaðan er hins vegar þveröfug, eins og hér hefur verið bent á. Við það bætist að samkeppnisstaða strandsiglinga versnar til muna á meðan gjaldtaka lækkar á eyðslufrekustu vörubílana sem slíta vegakerfið í stórum stíl. Það er vandséð hvernig það eigi að stuðla að eflingu strandsiglinga með vörur sem stefnt er að. Að auki hækka álögur á rafmagns- og eyðslugranna bíla meira en á eyðslumeiri farartæki. Staðreyndin er sú að gjaldið er í raun skattur sem hefur hækkað stjórnlaust síðustu árin. Honum er laumað í gegn í nafni umhverfisins og nú á að sækja 7,6 milljarða til viðbótar með grænþvotti. Það eina sem þessi skattlagning gerir er að veikja íslenskan sjávarútveg, höggva skarð í samkeppnisstöðu Íslendinga og draga úr fjárfestingargetu íslenskra fyrirtækja - í raunverulega grænum lausnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson Skoðun