„Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:40 Guðrún segir nauðsynlegt að setja upp brottfararúrræði fyrir fólk sem á að vísa úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og aðra sem hér eru í ólögmætri dvöl. Vísir/Einar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ómannúðlegt að vista hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um vernd hér á landi í fangelsi. Á þessu ári hafi 40 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. „Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér. Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
„Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér.
Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21