„Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 21:03 Sigursteinn Arndal hefur lítinn tíma haft í æfingar. Mikið leikjaálag er á liðinu. vísir / vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður með glæsilegan 35-29 sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“ Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira