Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar 29. október 2024 21:17 Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun