Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar 29. október 2024 14:31 Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun