Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. október 2024 07:02 Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Eru konur betri en karlar? Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun