Einokun að eilífu, amen Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. október 2024 14:15 Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Samkeppnismál Verslun Skagafjörður Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun