Sigrumst á mænusótt (lömunarveiki) sem enn er á sveimi! Alma D. Möller skrifar 24. október 2024 10:17 Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun