Geðheilbrigði - spennandi verkefni í burðarliðnum Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 23. október 2024 12:48 Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun