Körfuboltakvöld: Áhyggjur af Álftanesi Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2024 06:01 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana vísir/Hulda Margrét Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins. Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira