Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. október 2024 20:39 Kristján Ottó Hjálmsson tekinn föstum tökum. Hann endaði kvöldið á sjúkrahúsi með rifbeinsbrot. vísir/Anton „Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27. Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira