Seigla, trú og geðheilbrigði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 13. október 2024 15:01 Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit). Duckworth dró þá ályktun að einn vandi skólakerfisins væri sú megináhersla sem lögð er á námsefnið sjálft, í stað þess að þjálfa markvisst listina að læra út frá sálfræðilegum þáttum – að þjálfa seiglu. Duckworth ákvað í kjölfarið að nema sálfræði og rannsakaði í sínu námi seiglu, m.a. hjá nemendum í herskólum og meðal barna sem taka þátt í upplestrar- og stafsetningarkeppnum í Bandaríkjunum. Hún er í dag prófessor í sálfræði við Háskólann í Pennsylvaníu og hefur skrifaði bækur um seiglu, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. En hvað er seigla? Við þekkjum orðtök á íslensku sem lýsa dugnaði og þrautseigju er þróast hafa á því harðbýla bergi sem við erum brotin af. Orðtök eins og að „bíta á jaxlinn“, „herða upp hugann“ og „setja höfuðið undir sig“ í mótbyr. Þegar Duckworth lýsir seiglu, á hún ekki við slíka þrautseigju, þó hún sé gagnleg, heldur frekar þá innri hvatningu sem drífur fólk áfram til að skapa sér líf sem er farsælt. Hún segir: Seigla er að hafa ástríðu og þrautseigju til að ná langtímamarkmiðum. Seigla er að hafa úthald, að gefast ekki upp á framtíðarmarkmiðum og vinna að þeim daga, vikur, mánuði og ár, að leggja sig alla og allan fram til að láta drauma sína rætast. Seigla er að lifa lífinu eins og langhlaup, ekki eins og spretthlaup, og seigla er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gefast upp. Í liðinni viku var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn en hann er haldinn 10. október ár hvert og er ætlað að minna á mikilvægi þess að rækta geðræna heilsu. Kirkjan kemur að geðheilbrigðismálum beint með tvennskonar hætti, annarsvegar fáum við í fangið það verkefni að takast á við afleiðingar þess þegar geðheilbrigðiskerfið okkar hefur brugðist einstaklingum sem glíma við geðsjúkdóma, og hinsvegar felst í kirkjulegu starfi dýrmætur vettvangur til geðræktar. Staða mála er sú að það „loga öll ljós rauð í mælaborðinu“ í geðheilbrigðismálum á Íslandi, eins og Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar orðar það, og alvarlegast af öllu þykir mér „að færra ungt fólk metur líðan sína góða samanborið við sama hóp fyrir um 10 árum síðan“. Það er ekki vísir að bjartri framtíð. Seigla og trú eru ekki samheiti en þau tengjast órofaböndum. Við tölum um trú í tengslum við það að eiga þá heimsmynd að lífið sé gjöf og að lífið sé fyllt merkingu og tilgangi, og við tölum um trú í þeirri merkingu að hafa trú á sjálfum sér og því að maður geti byggt upp farsælt líf. Báðar merkingar tengjast seiglu og starf kirkjunnar, sunnudagaskólinn, fermingarfræðslan, athafnir og helgihald, hafa það að markmiði að boða trú og þjálfa seiglu. Aðferðafræði Angelu Lee Duckworth byggir á því að rækta seiglu með því að mæta á staðinn, að muna að iðkun er árangursríkara en hæfileikar, og að finna tilgang og von í draumum okkar. Til að svo megi verða þarf innra líf okkar að vera í lagi, við þurfum að finnast við elskuð og verðug, sem og ytri aðstæður, við þurfum að eiga samfélag sem styður við drauma okkar og hvetur okkur áfram. Áherslan á seiglu hefur vakið mikla athygli vestanhafs, meðal annars í atvinnulífinu eins og útgáfa viðskiptafræðideild Harvard háskóla ber vitni um, en hefur ekki verið óumdeild vegna þess að velferð snýst ekki einungis um einstaklingsárangur, heldur einnig aðstæður og möguleika. Þannig hefur seigla ekki einungis með persónulega þætti að gera, heldur það samfélag og þau innviði sem unga fólkið okkar býr við. Það hafa greinarhöfundar í nýju ritgerðarsafni bent á, sem gagnrýna of mikla áherslu á einstaklinginn og þætti á borð við seiglu og vilja líta á þætti á borð við efnahagslegar aðstæður og fordóma sem draga úr getu ungs fólks til að ná árangri. Þannig er það áfellisdómur yfir samfélagi okkar í hvert sinn sem ung manneskja gefst upp á skólakerfinu, en við höfum hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og ástæðan eru ójöfn tækifæri ungmenna sem búa við fátækt eða standa höllum fæti félagslega. Þó Ísland sé ríkt land, er fátækt staðreynd í íslensku samfélagi og yfir 9.000 börn á Íslandi búa við efnahagslegar aðstæður sem ógna velferð þeirra og framtíð. Það hefur Hjálparstarf kirkjunnar ítrekað vakið athygli á og styður barnafjölskyldur allt árið um kring til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs barna og unglinga. Seigla er að fylgja draumum sínum óhrædd við að gera mistök, enda er lífið langhlaup. Grunnurinn að seiglu er trú: trú á að lífið sé þess virði að lifa því, trú á að draumar geti ræst og trú á að við séum elskuð og tilheyrum samfélagi sem styður okkur til farsældar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit). Duckworth dró þá ályktun að einn vandi skólakerfisins væri sú megináhersla sem lögð er á námsefnið sjálft, í stað þess að þjálfa markvisst listina að læra út frá sálfræðilegum þáttum – að þjálfa seiglu. Duckworth ákvað í kjölfarið að nema sálfræði og rannsakaði í sínu námi seiglu, m.a. hjá nemendum í herskólum og meðal barna sem taka þátt í upplestrar- og stafsetningarkeppnum í Bandaríkjunum. Hún er í dag prófessor í sálfræði við Háskólann í Pennsylvaníu og hefur skrifaði bækur um seiglu, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. En hvað er seigla? Við þekkjum orðtök á íslensku sem lýsa dugnaði og þrautseigju er þróast hafa á því harðbýla bergi sem við erum brotin af. Orðtök eins og að „bíta á jaxlinn“, „herða upp hugann“ og „setja höfuðið undir sig“ í mótbyr. Þegar Duckworth lýsir seiglu, á hún ekki við slíka þrautseigju, þó hún sé gagnleg, heldur frekar þá innri hvatningu sem drífur fólk áfram til að skapa sér líf sem er farsælt. Hún segir: Seigla er að hafa ástríðu og þrautseigju til að ná langtímamarkmiðum. Seigla er að hafa úthald, að gefast ekki upp á framtíðarmarkmiðum og vinna að þeim daga, vikur, mánuði og ár, að leggja sig alla og allan fram til að láta drauma sína rætast. Seigla er að lifa lífinu eins og langhlaup, ekki eins og spretthlaup, og seigla er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gefast upp. Í liðinni viku var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn en hann er haldinn 10. október ár hvert og er ætlað að minna á mikilvægi þess að rækta geðræna heilsu. Kirkjan kemur að geðheilbrigðismálum beint með tvennskonar hætti, annarsvegar fáum við í fangið það verkefni að takast á við afleiðingar þess þegar geðheilbrigðiskerfið okkar hefur brugðist einstaklingum sem glíma við geðsjúkdóma, og hinsvegar felst í kirkjulegu starfi dýrmætur vettvangur til geðræktar. Staða mála er sú að það „loga öll ljós rauð í mælaborðinu“ í geðheilbrigðismálum á Íslandi, eins og Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar orðar það, og alvarlegast af öllu þykir mér „að færra ungt fólk metur líðan sína góða samanborið við sama hóp fyrir um 10 árum síðan“. Það er ekki vísir að bjartri framtíð. Seigla og trú eru ekki samheiti en þau tengjast órofaböndum. Við tölum um trú í tengslum við það að eiga þá heimsmynd að lífið sé gjöf og að lífið sé fyllt merkingu og tilgangi, og við tölum um trú í þeirri merkingu að hafa trú á sjálfum sér og því að maður geti byggt upp farsælt líf. Báðar merkingar tengjast seiglu og starf kirkjunnar, sunnudagaskólinn, fermingarfræðslan, athafnir og helgihald, hafa það að markmiði að boða trú og þjálfa seiglu. Aðferðafræði Angelu Lee Duckworth byggir á því að rækta seiglu með því að mæta á staðinn, að muna að iðkun er árangursríkara en hæfileikar, og að finna tilgang og von í draumum okkar. Til að svo megi verða þarf innra líf okkar að vera í lagi, við þurfum að finnast við elskuð og verðug, sem og ytri aðstæður, við þurfum að eiga samfélag sem styður við drauma okkar og hvetur okkur áfram. Áherslan á seiglu hefur vakið mikla athygli vestanhafs, meðal annars í atvinnulífinu eins og útgáfa viðskiptafræðideild Harvard háskóla ber vitni um, en hefur ekki verið óumdeild vegna þess að velferð snýst ekki einungis um einstaklingsárangur, heldur einnig aðstæður og möguleika. Þannig hefur seigla ekki einungis með persónulega þætti að gera, heldur það samfélag og þau innviði sem unga fólkið okkar býr við. Það hafa greinarhöfundar í nýju ritgerðarsafni bent á, sem gagnrýna of mikla áherslu á einstaklinginn og þætti á borð við seiglu og vilja líta á þætti á borð við efnahagslegar aðstæður og fordóma sem draga úr getu ungs fólks til að ná árangri. Þannig er það áfellisdómur yfir samfélagi okkar í hvert sinn sem ung manneskja gefst upp á skólakerfinu, en við höfum hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og ástæðan eru ójöfn tækifæri ungmenna sem búa við fátækt eða standa höllum fæti félagslega. Þó Ísland sé ríkt land, er fátækt staðreynd í íslensku samfélagi og yfir 9.000 börn á Íslandi búa við efnahagslegar aðstæður sem ógna velferð þeirra og framtíð. Það hefur Hjálparstarf kirkjunnar ítrekað vakið athygli á og styður barnafjölskyldur allt árið um kring til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs barna og unglinga. Seigla er að fylgja draumum sínum óhrædd við að gera mistök, enda er lífið langhlaup. Grunnurinn að seiglu er trú: trú á að lífið sé þess virði að lifa því, trú á að draumar geti ræst og trú á að við séum elskuð og tilheyrum samfélagi sem styður okkur til farsældar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun