Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar 13. október 2024 08:02 Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun