Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir og Gerður María Gröndal skrifa 11. október 2024 11:00 Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun