Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar 4. október 2024 14:01 Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun