„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. september 2024 19:49 Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, skoraði og fiskaði vítaspyrnu í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013. „Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum. KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira
„Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum.
KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira