Leipzig vann eins marks sigur á Löwen, lokatölur 28-27. Andri Már skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum. Viggó Kristjánsson lék ekki með Leipzig í kvöld.
Melsungen gerði sér lítið fyrir og lagði Kiel á útivelli, lokatölur 21-25. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir sigurliðið. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen í kvöld.
Melsungen og Leipzig eru í 3. og 4. sæti með sex stig líkt og toppliðin tvö, Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Síðastnefnda liðið á þó leik til góða.