Áherslur ráðherra skipta máli Heimir Örn Árnason skrifar 20. september 2024 08:31 Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Orkumál Umhverfismál Heimir Örn Árnason Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun