Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 14:02 Hvað sem tautar og raular stýrir Einar Jónsson Fram gegn Gróttu í kvöld. Hann segist ekki geta annað en að taka framkvæmdastjóra HSÍ á orðinu, um að hann sé búinn að taka út leikbann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili. vísir/anton Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira