Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 14:02 Hvað sem tautar og raular stýrir Einar Jónsson Fram gegn Gróttu í kvöld. Hann segist ekki geta annað en að taka framkvæmdastjóra HSÍ á orðinu, um að hann sé búinn að taka út leikbann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili. vísir/anton Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira