Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - er ástæða til að hafa áhyggjur? Jón Magnús Kristjánsson skrifar 16. september 2024 07:31 Nokkur umræða um kosti og galla einkareksturs í heilbrigðisþjónustu hefur skotið aftur upp kollinum í kjölfar frétta af brjósklosaðgerðum sem boðið er upp á í Orkuhúsinu án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Þar er hægt að komast í aðgerð fram fyrir biðlista opinbera heilbrigðiskerfisins með því að greiða 1,2 milljónir króna. Sjúkratryggingar Íslands vinna nú að gerð samnings við Klíníkina um þessar aðgerðir til viðbótar við sambærilega samninga um liðskiptiaðgerðir sem þegar eru í gildi. BSRB, ASÍ og ÖBÍ buðu í síðustu viku til málþings um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu þar sem einkum var fjallað um reynslu Svía af þeirri áhættu sem fylgir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Gjarnan er greint á milli einkareksturs í heilbrigðisþjónustu þar sem sjúklingar greiða fullt verð fyrir þjónustuna eins og á við um áðurnefndar brjósklosaðgerðir í Orkuhúsinu meðan þær eru án samninga og svo kaupa hins opinbera á heilbrigðisþjónustu gegnum samninga sjúkratrygginga eins og á við um sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, ljósmæðra og sérfræðilækna á stofum auk liðskiptiaðgerðanna eftir að samningar um þær voru gerðar. Ákveðið millistig varð til hér á landi meðan samningar við sérgreinalækna voru lausir en þá innheimta læknarnir ákveðið viðbótargjald sem sjúklingar þurftu að greiða úr eigin vasa til viðbótar við gjaldskrá sjúkratrygginga. Á Íslandi fer stærri hluti heimsókna sjúklinga til sérfræðilækna fram á stofum þeirra í stað göngudeilda sjúkrahúsa samanborið við önnur Norðurlönd og er mun algengara að sérfræðilæknar hér á landi séu í hlutastarfi á opinberum stofnunum en reki einnig eigin læknastofur á móti. Ekki er óalgengt á Íslandi að sérfræðilæknar í þeirri stöðu vísi sjúklingum sem þeir sinna á sjúkrahúsi á eigin stofur til eftirlits auk þess sem sérgreinalæknar á Íslandi sinna í sumum tilvikum eftirliti sem á öðrum Norðurlöndum færi fram hjá heimilislækni viðkomandi sjúklings. Í heildina er tæplega þriðjungur göngudeildarþjónustu lækna hér á landi veitt á stofum sérgreinalækna en rúmlega tveir þriðju hlutar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Á síðustu árum hefur ríkisvaldið aukið umfang samninga sjúkratrygginga við einkaaðila umtalsvert og má þar sérstaklega nefna samninga við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimilanna Hlíðar og Lögmannshlíðar á Akureyri; samninga við einkafyrirtækin Klíníkina og Cosan um liðskiptiaðgerðir; við fyrirtækið Sjónlag um augasteinaskipti auk þeirra samninga sem nú eru fyrirhugaðir við einkaðila um brjósklosaðgerðir. Mörgum hefur þótt nóg um hraða og umfang þessara breytinga og hefur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala meðal annars lýst yfir áhyggjum af því að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti orðið „stjórnlaus“ og benti einnig á í viðtali við Heimildina 18. apríl sl., að eftirlit með þeim fjármunum sem ríkið legði til einkareksturs væri ekki nægilega gott. Þess má geta að ríkisvaldið hefur á yfirstandandi kjörtímabili einnig gert samninga við Læknafélag Reykjavíkur fyrir hönd sérgreinalækna á stofum sem áður höfðu verið samningslausir í nokkur ár vegna deilna um gjaldskrár, magn og takmarkanir á þeirri þjónustu sem þeir veita. Með þeim samningum náðist að stöðva innheimtu viðbótagreiðslna sérfræðilækna sem tíðkast höfðu og gátu numið tugum þúsunda króna og sjúklingar þurftu að greiða úr eigin vasa. Ein grundvallarstoð íslenska heilbrigðiskerfisins hefur í gegnum tíðina verið jafnt aðgengi að þjónustu óháð efnahag og hefur mikill meirihluti þjóðarinnar verið andsnúinn einkarekstri eins og hann er skilgreindur hér að ofan ásamt því að vera á móti því að útvista sjúkrahúsþjónustu til einkaaðila. Almenningur hefur viljað vel fjármagnað, öflugt, opinbert heilbrigðiskerfi. Á sama tíma hefur um langt skeið verið sátt um að tannlæknar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og sérgreinalæknar vinni samkvæmt samningum við sjúkratryggingar og almennt er talin góð reynsla af sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvum sem einnig starfa samkvæmt samningum við sjúkratryggingar. Rökin fyrir útvistun verkefna í heilbrigðisþjónustu til einkaaðila eru gjarnan að opinbera kerfið anni ekki þörf fyrir tiltekna þjónustu, að hægt sé að veita þjónustuna með hagkvæmari hætti af einkaaðilum en opinberum, að nýsköpun í þjónustu sé meiri hjá einkaaðilum og að sjúklingar og starfsfólk sé ánægðara hjá einkafyrirtækjum. Þannig stytti það biðlista á hagkvæman hátt að hið opinbera kaupi heilbrigðisþjónustu af einkaaðilum. Á móti hefur verið bent á að útvistun felur í sér hættu á mismunun í aðgengi að þjónustu vegna efnahags eða vegna búsetu þar sem hagkvæmast er að veita þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu en síst fjærst stærstu þéttbýliskjörnum. Gjarnan er þjónusta einkaaðila miðuð að einfaldari tilvikum eins og sjá má í því að sjúklingar sem fara í liðskiptiaðgerðir utan Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri eru almennt yngri og eiga síður við fjölþætt heilbrigðisvandamál að stríða. Þjónusta einkaaðila er þannig, í mörgun tilfellum byggð fyrst og fremst á hentugleika þjónustuveitenda en ekki þörf sjúklinga. Vöxtur einkarekinnar þjónustu leiðir, eðli málsins samkvæmt, til flutnings starfsfólks frá opinbera heilbrigðiskerfinu til einkaaðila og getur þannig stuðlað að mönnunarvanda í opinbera hluta kerfisins. Oft á tíðum stafar slíkur flutningur af þægilegri vinnutíma eða betri aðbúnaði í einkarekna kerfinu, sem dæmi má nefna opnun heilsugæslunnar Höfða í Reykjanesbæ fyrir ári síðan. Í dag er um fjórðungur íbúa Suðurnesja skráður á þeirri stöð en þrír fjórðu íbúa á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS). Heimilislæknar heilsugæslunnar Höfða sinna eingöngu dagvinnu og síðdegisvakt á þeirri heilsugæslustöð en læknar HSS þurfa auk þess að sinna vaktþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Umfang tilflutnings hjúkrunarfræðinga í dagvinnustörf, einkum hjá einkaaðilum, er slíkt að fyrir 10 árum starfaði þriðjungur hjúkrunarfræðinga í störfum sem voru eingöngu í dagvinnu, en í dag er það um helmingur. Að lokum hefur verið bent á að við tilfærslu fjármuna og heilbrigðisstarfsmanna frá opinbera heilbrigðiskerfinu til einkaaðila minnkar stjórn heilbrigðisyfirvalda á kerfinu í neyðartilvikum, dæmi um þetta sást í heimsfaraldri Covid-19 þar sem gríðarlegt álag var á opinbera hluta heilbrigðiskerfisins en minnkaði mikið á einkarekna hlutanum. Í kjölfarið var erfitt að virkja hluta einkarekna kerfisins til að taka þátt í heildar viðbragði heilbrigðisyfirvalda. Mikilvæg undantekning þessa á Íslandi voru þó sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar sem tóku virkan þátt til jafns við opinberar. Mikilvægt er að hafa í huga að útvistun verkefna í heilbrigðisþjónustu leiðréttir ekki vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Oft á tíðum tengist árangur sem næst í að stytta biðlista viðbótarfjármagni sem veitt er við gerð samninga við einkaaðila um kaup á þjónustu. Einnig er kostnaður við veitingu þjónustu hjá einkaaðilum stundum vanreiknaður, sem dæmi er ekki tekið tillit til kostnaðar vegna eftirlits og/eða fylgikvilla. Ef upp koma fylgikvillar eða aukaverkanir við meðferð einkaaðila flyst sjúklingurinn oft á tíðum yfir í opinbera heilbrigðiskerfið. Einkaaðilarnir starfa þannig „í skjóli“ opinbera heilbrigðiskerfisins og ekki hægt að draga úr viðbragði opinbera kerfisins þó hluti valkvæðrar þjónustu færist til einkaaðila sem er hluti skýringarinnar á því að sjaldnast næst sá sparnaður í heilbrigðiskerfinu sem vonast er til með útvistun verkefna. Ekki er óalgengt að ekki sé næg þekking hjá hinu opinbera á öllum þeim þáttum heilbrigðiskerfisins sem verða fyrir áhrifum við gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu af einkaaðilum eins og kemur til dæmis fram í dæminu hér að ofan um heilsugæsluþjónustu í Reykjanesbæ. Almennt má þannig segja að stór meirihluti almennings á Íslandi vill öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, sérstaklega sjúkrahúsþjónustu en ekki einkarekstur í formi greiðslu úr eigin vasa utan við samninga við sjúkratryggingar. Almenningur og heilbrigðisyfirvöld vilja að áframhaldandi áhersla sé á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu og hefur heilbrigðisráðherra sagt það vera kjarnann í heilbrigðisstefnu til 2030. Á sama tíma hefur verið almenn sátt um útvistun heilsugæsluþjónustu og þjónustu sérgreinalækna gegnum samninga við sjúkratryggingar. Til þess að uppfylla þessar væntingar er þörf á skýrum leikreglum sem koma í veg fyrir undantekningar eins og myndaðist við samningsleysi sérgreinalækna við sjúkratryggingar og tilboð um skurðaðgerðir fram fyrir biðraðir gegn greiðslu að fullu. Það er því mikilvægt að efla Sjúkratryggingar Íslands til þess að tryggja að útvistun heilbrigðisþjónustu verði samkvæmt ákvörðun og á forsendum opinbera heilbrigðiskerfisins. Nauðsynlegt er að samningar við einkaaðila innihaldi skyldur eða kvaðir svo sem þjónustu á orlofstíma, til annarra svæða en höfuðborgarsvæðisins, vaktþjónustu ef við á, kennsluskyldu til heilbrigðisstétta og breytingu á starfsemi við almannavarnarástand eins og varð í heimsfaraldri Covid-19. Einnig er mikilvægt að gera sömu, sanngjörnu kröfur um gagnsæi, gæði og eftirlit til opinberra og einkaaðila sem veita sambærilega heilbrigðisþjónustu. Markmiðið á að vera að opinberu og einkareknu hlutar heilbrigðiskerfisins starfi sem ein heild. Ég tel nauðsynlegt að halda stefnumótunarþing með aðkomu allra haghafa þar sem sett verður stefna um útvistun heilbrigðisþjónustu á Íslandi með það að markmiði að hægt sé að taka sameiginlega ákvörðun um framtíðarstefnu í þjónustuinnkaupum. Þannig megi byggja upp öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem innkaup heilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum eru samkvæmt ákvörðun og á forsendum heilbrigðisyfirvalda. Við þurfum að tryggja að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu styðji við opinbera heilbrigðiskerfið og að slíkur rekstur feli aldrei í sér mismunun í aðgengi vegna efnahags. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða um kosti og galla einkareksturs í heilbrigðisþjónustu hefur skotið aftur upp kollinum í kjölfar frétta af brjósklosaðgerðum sem boðið er upp á í Orkuhúsinu án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Þar er hægt að komast í aðgerð fram fyrir biðlista opinbera heilbrigðiskerfisins með því að greiða 1,2 milljónir króna. Sjúkratryggingar Íslands vinna nú að gerð samnings við Klíníkina um þessar aðgerðir til viðbótar við sambærilega samninga um liðskiptiaðgerðir sem þegar eru í gildi. BSRB, ASÍ og ÖBÍ buðu í síðustu viku til málþings um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu þar sem einkum var fjallað um reynslu Svía af þeirri áhættu sem fylgir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Gjarnan er greint á milli einkareksturs í heilbrigðisþjónustu þar sem sjúklingar greiða fullt verð fyrir þjónustuna eins og á við um áðurnefndar brjósklosaðgerðir í Orkuhúsinu meðan þær eru án samninga og svo kaupa hins opinbera á heilbrigðisþjónustu gegnum samninga sjúkratrygginga eins og á við um sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, ljósmæðra og sérfræðilækna á stofum auk liðskiptiaðgerðanna eftir að samningar um þær voru gerðar. Ákveðið millistig varð til hér á landi meðan samningar við sérgreinalækna voru lausir en þá innheimta læknarnir ákveðið viðbótargjald sem sjúklingar þurftu að greiða úr eigin vasa til viðbótar við gjaldskrá sjúkratrygginga. Á Íslandi fer stærri hluti heimsókna sjúklinga til sérfræðilækna fram á stofum þeirra í stað göngudeilda sjúkrahúsa samanborið við önnur Norðurlönd og er mun algengara að sérfræðilæknar hér á landi séu í hlutastarfi á opinberum stofnunum en reki einnig eigin læknastofur á móti. Ekki er óalgengt á Íslandi að sérfræðilæknar í þeirri stöðu vísi sjúklingum sem þeir sinna á sjúkrahúsi á eigin stofur til eftirlits auk þess sem sérgreinalæknar á Íslandi sinna í sumum tilvikum eftirliti sem á öðrum Norðurlöndum færi fram hjá heimilislækni viðkomandi sjúklings. Í heildina er tæplega þriðjungur göngudeildarþjónustu lækna hér á landi veitt á stofum sérgreinalækna en rúmlega tveir þriðju hlutar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Á síðustu árum hefur ríkisvaldið aukið umfang samninga sjúkratrygginga við einkaaðila umtalsvert og má þar sérstaklega nefna samninga við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimilanna Hlíðar og Lögmannshlíðar á Akureyri; samninga við einkafyrirtækin Klíníkina og Cosan um liðskiptiaðgerðir; við fyrirtækið Sjónlag um augasteinaskipti auk þeirra samninga sem nú eru fyrirhugaðir við einkaðila um brjósklosaðgerðir. Mörgum hefur þótt nóg um hraða og umfang þessara breytinga og hefur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala meðal annars lýst yfir áhyggjum af því að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti orðið „stjórnlaus“ og benti einnig á í viðtali við Heimildina 18. apríl sl., að eftirlit með þeim fjármunum sem ríkið legði til einkareksturs væri ekki nægilega gott. Þess má geta að ríkisvaldið hefur á yfirstandandi kjörtímabili einnig gert samninga við Læknafélag Reykjavíkur fyrir hönd sérgreinalækna á stofum sem áður höfðu verið samningslausir í nokkur ár vegna deilna um gjaldskrár, magn og takmarkanir á þeirri þjónustu sem þeir veita. Með þeim samningum náðist að stöðva innheimtu viðbótagreiðslna sérfræðilækna sem tíðkast höfðu og gátu numið tugum þúsunda króna og sjúklingar þurftu að greiða úr eigin vasa. Ein grundvallarstoð íslenska heilbrigðiskerfisins hefur í gegnum tíðina verið jafnt aðgengi að þjónustu óháð efnahag og hefur mikill meirihluti þjóðarinnar verið andsnúinn einkarekstri eins og hann er skilgreindur hér að ofan ásamt því að vera á móti því að útvista sjúkrahúsþjónustu til einkaaðila. Almenningur hefur viljað vel fjármagnað, öflugt, opinbert heilbrigðiskerfi. Á sama tíma hefur um langt skeið verið sátt um að tannlæknar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og sérgreinalæknar vinni samkvæmt samningum við sjúkratryggingar og almennt er talin góð reynsla af sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvum sem einnig starfa samkvæmt samningum við sjúkratryggingar. Rökin fyrir útvistun verkefna í heilbrigðisþjónustu til einkaaðila eru gjarnan að opinbera kerfið anni ekki þörf fyrir tiltekna þjónustu, að hægt sé að veita þjónustuna með hagkvæmari hætti af einkaaðilum en opinberum, að nýsköpun í þjónustu sé meiri hjá einkaaðilum og að sjúklingar og starfsfólk sé ánægðara hjá einkafyrirtækjum. Þannig stytti það biðlista á hagkvæman hátt að hið opinbera kaupi heilbrigðisþjónustu af einkaaðilum. Á móti hefur verið bent á að útvistun felur í sér hættu á mismunun í aðgengi að þjónustu vegna efnahags eða vegna búsetu þar sem hagkvæmast er að veita þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu en síst fjærst stærstu þéttbýliskjörnum. Gjarnan er þjónusta einkaaðila miðuð að einfaldari tilvikum eins og sjá má í því að sjúklingar sem fara í liðskiptiaðgerðir utan Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri eru almennt yngri og eiga síður við fjölþætt heilbrigðisvandamál að stríða. Þjónusta einkaaðila er þannig, í mörgun tilfellum byggð fyrst og fremst á hentugleika þjónustuveitenda en ekki þörf sjúklinga. Vöxtur einkarekinnar þjónustu leiðir, eðli málsins samkvæmt, til flutnings starfsfólks frá opinbera heilbrigðiskerfinu til einkaaðila og getur þannig stuðlað að mönnunarvanda í opinbera hluta kerfisins. Oft á tíðum stafar slíkur flutningur af þægilegri vinnutíma eða betri aðbúnaði í einkarekna kerfinu, sem dæmi má nefna opnun heilsugæslunnar Höfða í Reykjanesbæ fyrir ári síðan. Í dag er um fjórðungur íbúa Suðurnesja skráður á þeirri stöð en þrír fjórðu íbúa á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS). Heimilislæknar heilsugæslunnar Höfða sinna eingöngu dagvinnu og síðdegisvakt á þeirri heilsugæslustöð en læknar HSS þurfa auk þess að sinna vaktþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Umfang tilflutnings hjúkrunarfræðinga í dagvinnustörf, einkum hjá einkaaðilum, er slíkt að fyrir 10 árum starfaði þriðjungur hjúkrunarfræðinga í störfum sem voru eingöngu í dagvinnu, en í dag er það um helmingur. Að lokum hefur verið bent á að við tilfærslu fjármuna og heilbrigðisstarfsmanna frá opinbera heilbrigðiskerfinu til einkaaðila minnkar stjórn heilbrigðisyfirvalda á kerfinu í neyðartilvikum, dæmi um þetta sást í heimsfaraldri Covid-19 þar sem gríðarlegt álag var á opinbera hluta heilbrigðiskerfisins en minnkaði mikið á einkarekna hlutanum. Í kjölfarið var erfitt að virkja hluta einkarekna kerfisins til að taka þátt í heildar viðbragði heilbrigðisyfirvalda. Mikilvæg undantekning þessa á Íslandi voru þó sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar sem tóku virkan þátt til jafns við opinberar. Mikilvægt er að hafa í huga að útvistun verkefna í heilbrigðisþjónustu leiðréttir ekki vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Oft á tíðum tengist árangur sem næst í að stytta biðlista viðbótarfjármagni sem veitt er við gerð samninga við einkaaðila um kaup á þjónustu. Einnig er kostnaður við veitingu þjónustu hjá einkaaðilum stundum vanreiknaður, sem dæmi er ekki tekið tillit til kostnaðar vegna eftirlits og/eða fylgikvilla. Ef upp koma fylgikvillar eða aukaverkanir við meðferð einkaaðila flyst sjúklingurinn oft á tíðum yfir í opinbera heilbrigðiskerfið. Einkaaðilarnir starfa þannig „í skjóli“ opinbera heilbrigðiskerfisins og ekki hægt að draga úr viðbragði opinbera kerfisins þó hluti valkvæðrar þjónustu færist til einkaaðila sem er hluti skýringarinnar á því að sjaldnast næst sá sparnaður í heilbrigðiskerfinu sem vonast er til með útvistun verkefna. Ekki er óalgengt að ekki sé næg þekking hjá hinu opinbera á öllum þeim þáttum heilbrigðiskerfisins sem verða fyrir áhrifum við gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu af einkaaðilum eins og kemur til dæmis fram í dæminu hér að ofan um heilsugæsluþjónustu í Reykjanesbæ. Almennt má þannig segja að stór meirihluti almennings á Íslandi vill öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, sérstaklega sjúkrahúsþjónustu en ekki einkarekstur í formi greiðslu úr eigin vasa utan við samninga við sjúkratryggingar. Almenningur og heilbrigðisyfirvöld vilja að áframhaldandi áhersla sé á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu og hefur heilbrigðisráðherra sagt það vera kjarnann í heilbrigðisstefnu til 2030. Á sama tíma hefur verið almenn sátt um útvistun heilsugæsluþjónustu og þjónustu sérgreinalækna gegnum samninga við sjúkratryggingar. Til þess að uppfylla þessar væntingar er þörf á skýrum leikreglum sem koma í veg fyrir undantekningar eins og myndaðist við samningsleysi sérgreinalækna við sjúkratryggingar og tilboð um skurðaðgerðir fram fyrir biðraðir gegn greiðslu að fullu. Það er því mikilvægt að efla Sjúkratryggingar Íslands til þess að tryggja að útvistun heilbrigðisþjónustu verði samkvæmt ákvörðun og á forsendum opinbera heilbrigðiskerfisins. Nauðsynlegt er að samningar við einkaaðila innihaldi skyldur eða kvaðir svo sem þjónustu á orlofstíma, til annarra svæða en höfuðborgarsvæðisins, vaktþjónustu ef við á, kennsluskyldu til heilbrigðisstétta og breytingu á starfsemi við almannavarnarástand eins og varð í heimsfaraldri Covid-19. Einnig er mikilvægt að gera sömu, sanngjörnu kröfur um gagnsæi, gæði og eftirlit til opinberra og einkaaðila sem veita sambærilega heilbrigðisþjónustu. Markmiðið á að vera að opinberu og einkareknu hlutar heilbrigðiskerfisins starfi sem ein heild. Ég tel nauðsynlegt að halda stefnumótunarþing með aðkomu allra haghafa þar sem sett verður stefna um útvistun heilbrigðisþjónustu á Íslandi með það að markmiði að hægt sé að taka sameiginlega ákvörðun um framtíðarstefnu í þjónustuinnkaupum. Þannig megi byggja upp öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem innkaup heilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum eru samkvæmt ákvörðun og á forsendum heilbrigðisyfirvalda. Við þurfum að tryggja að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu styðji við opinbera heilbrigðiskerfið og að slíkur rekstur feli aldrei í sér mismunun í aðgengi vegna efnahags. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun