Skráningum á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 17. september 2024 08:02 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar