Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar 12. september 2024 17:01 Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun