Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto skrifar 11. september 2024 07:33 Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis. Mér hefur þótt bagalegt að sjá gervigreindina notaða í auknum mæli til að koma í staðinn fyrir listræna vinnu, sem hefði verið falin fólki með sértæka listræna reynslu. Listin umlykur okkur, ekki bara í formi mynda og tónlistar heldur líka í byggingunum sem við heimsækjum eða virðum fyrir okkur, í textum og bókunum sem við lesum og svo mætti lengi telja. Nýlega hefur útgáfufyrirtæki, sem er starfrækt meðal annars á Íslandi, tekið upp á að losa sig við einn slíkan miðjumann, þýðandann, og láta gervigreind þýða heilu bækurnar. Það þykir mér afar sorgleg þróun. Mér finnst ekki galið að giska á að það sé gert til þess að spara pening, en hversu mikil aukavinna leggst þá á prófarkalesara og jafnvel manneskjuna sem les inn á hljóðbókina? Þessi svokallaði ‘óþarfa’ miðjumaður, sem þýðandinn er, er ekki bara manneskja sem kann að leggja skilning í ákveðin orð á mismunandi tungumálum. Þýðandinn er manneskjan sem rýnir í heim og menningu verksins á sínu upprunalega máli og sér til þess að öll blæbrigði orða og frásagnar í menningarlegum heimi sögunnar komist til skila yfir í allt annan menningarheim, okkar eigin, lesandans. Íslensk listsköpun er einstök, hlaðin menningu okkar og sögu, og skyldi einhver utan okkar menningarheims vilja upplifa hana treysti ég manneskju með reynslu, með sál, sögu og sköpunargleði, til verksins frekar en verkfæri sem skilar af sér verkinu á ofurhraða með útreikningi þannig að útkoman verður skiljanleg, en boðskapurinn kemst kannski ekki til skila. Gleðin í að skapa og að búa til list er ekki til bara hjá listamönnum, hún er til hjá börnum sem vilja segja foreldrum sínum sögur sem þau fundu upp, hún er til hjá mönnum sem dettur í hug að blanda malt við appelsín, hún er til hjá ömmum sem eru einstaklega góðar í að rifja upp minningar, hún er til hjá okkur öllum. Viljum við virkilega skipta út innsæi og sköpunargleði fyrir meiri peninga? Ég spurði gervigreindina, hún sagði nei. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis. Mér hefur þótt bagalegt að sjá gervigreindina notaða í auknum mæli til að koma í staðinn fyrir listræna vinnu, sem hefði verið falin fólki með sértæka listræna reynslu. Listin umlykur okkur, ekki bara í formi mynda og tónlistar heldur líka í byggingunum sem við heimsækjum eða virðum fyrir okkur, í textum og bókunum sem við lesum og svo mætti lengi telja. Nýlega hefur útgáfufyrirtæki, sem er starfrækt meðal annars á Íslandi, tekið upp á að losa sig við einn slíkan miðjumann, þýðandann, og láta gervigreind þýða heilu bækurnar. Það þykir mér afar sorgleg þróun. Mér finnst ekki galið að giska á að það sé gert til þess að spara pening, en hversu mikil aukavinna leggst þá á prófarkalesara og jafnvel manneskjuna sem les inn á hljóðbókina? Þessi svokallaði ‘óþarfa’ miðjumaður, sem þýðandinn er, er ekki bara manneskja sem kann að leggja skilning í ákveðin orð á mismunandi tungumálum. Þýðandinn er manneskjan sem rýnir í heim og menningu verksins á sínu upprunalega máli og sér til þess að öll blæbrigði orða og frásagnar í menningarlegum heimi sögunnar komist til skila yfir í allt annan menningarheim, okkar eigin, lesandans. Íslensk listsköpun er einstök, hlaðin menningu okkar og sögu, og skyldi einhver utan okkar menningarheims vilja upplifa hana treysti ég manneskju með reynslu, með sál, sögu og sköpunargleði, til verksins frekar en verkfæri sem skilar af sér verkinu á ofurhraða með útreikningi þannig að útkoman verður skiljanleg, en boðskapurinn kemst kannski ekki til skila. Gleðin í að skapa og að búa til list er ekki til bara hjá listamönnum, hún er til hjá börnum sem vilja segja foreldrum sínum sögur sem þau fundu upp, hún er til hjá mönnum sem dettur í hug að blanda malt við appelsín, hún er til hjá ömmum sem eru einstaklega góðar í að rifja upp minningar, hún er til hjá okkur öllum. Viljum við virkilega skipta út innsæi og sköpunargleði fyrir meiri peninga? Ég spurði gervigreindina, hún sagði nei. Höfundur er leikari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun