Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar 8. september 2024 14:33 Með nánast einu pennastriki væri hægt að raungera fyrirsögnina hér að ofan. Með einu pennastriki væri hægt að hrinda í framkvæmd breytingu sem myndi á afar skömmum tíma, örfáum mánuðum, skila einhverjum mestu umbótum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem um getur. Umbætur sem myndu skila sér strax: Lækkun greiðslubyrðar húsnæðislána um helming. Lækkun leiguverðs. Lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja um allt að helming. Brotthvarf verðtryggðra lána. Stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Gjörbreytt og sanngjarnt fjármálaumhverfi sem bætir hag 99% þjóðarinnar. Gallar sem kæmu fram strax: Fjármagnseigendur sem hafa megintekjur sínar af vöxtum, geta ekki lengur gengið í sjóði heimila og fyrirtækja fyrir tilstuðlan hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Evrutengd króna og stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu: Einhliða og einfalt Slík bylgja lækkana á flestum sviðum mun að sjálfsögðu valda því að verðbólga mun hjaðna hratt - nánast þurrkast út. En hvernig er hægt að gera þetta? Það er einfalt. Með lagasetningu verður íslenska krónan framvegis tengd evru og þar með gilda stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu framvegis, rétt eins og er í nær öllum ríkjum Evrópu. Lykilatriðið er að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu gildi hér samhliða Evrutengingu krónu. Hlutverki Seðlabanka Íslands verður samhliða breytt í samræmi við ný lög. Vissulega mun þetta kosta mikla vinnu og undirbúning. Breyting laga um lífeyrissjóði og margt fleira fellur til en í raun er þetta gert með einu pennastriki. Pennastrikið er ákvörðunin um að gera þessar grundvallar breytingar á fjármálakerfinu, öllum til bóta. Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Hvers vegna að tengja við evru? Svarið er, að hér á landi búum við nær alfarið við evrópskt reglu- og lagaumhverfi. Staðreyndin er að við hlýtum öllum sömu leikreglum og nær allir nágrannar okkar í Evrópu. Nema einni. Við borgum margfalt hærri vexti og munurinn er sláandi. Lítum á nokkur dæmi um breytilega óverðtryggða íbúðalánavexti í Evrópu: Danmörk 3 - 4% Svíþjóð 3,8 - 4,5% Noregur 6 - 7% Ísland 11 - 12% Grikkland 3-4% Ítalía 3-4% Hér er rétt að geta þess að 3-4% vextir nágranna okkar sem hér eru sýndir þykja háir, eru að jafnaði mun lægri. Danmörk, 6 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, en dkr. er tengd evrunni sem gefur aukin stöðugleika og hefur meðal annars leitt til þess að danska krónan er í dag farin að nálgast tvöfalt virði nkr. og skr. Svíþjóð, 11 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, ekki tengd evru og svo virðist sem sú ákvörðun sé að valda þessari miklu veikingu sænsku krónunnar. Noregur, 5,6 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES eins og Ísland, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Ísland, 0,4 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Með því að tengja íslensku krónuna evru getur Ísland skotið sér upp að hlið nágrannaþjóða sinna nær og fjær ( Grikkland og Ítalía eru með 3,5% vexti). Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Er ekki tími til kominn að tengja? Nýjar leikreglur – Nýr veruleiki Þegar farið verður í þessa gjörbyltingu fjármálakerfisins munu 99% þjóðarinnar fagna. Eitt prósent mun hins vegar ekki fagna og berjast með kjafti og klóm til síðasta manns, fram á síðasta dag, til að koma í veg fyrir gjörninginn. Við munum heyra tal um fullveldi, fiskikvóta, sérstöðu og hvað eina sem til fellur. Af því tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki um inngöngu í ESB að ræða, heldur tengingu íslensku krónunnar við evru samhliða upptöku stýrivaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu hér á landi, með samráði eða einhliða. Umræða um inngöngu í ESB, með eða móti er síðan allt annar hlutur og getur haldið áfram óáreitt en með einni stórri breytingu þó - þjóðinni blæðir ekki út á meðan í okurvaxtaumhverfi. Það má segja að barátta eina prósentsins sé þegar hafin en undirritaður hefur nú þegar fengið heilmiklar skammir fyrir málflutninginn frá ónefndum aðilum innan raða eina prósentsins. Miklar skammir en engin haldbær rök – engin. Aðeins fullyrðingar af ýmsu tagi um að nauðsyn sé að hafa leikreglur sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og koma skelfilega illa niður á 99% hennar.... Er ekki tími til kominn að tengja? Hætta að hlýta leikreglum sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og taka upp leikreglur hannaðar fyrir 99% þjóðarinnar? Ég segi já. Eitt risastórt Já. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Íslenska krónan Húsnæðismál Baldur Borgþórsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Með nánast einu pennastriki væri hægt að raungera fyrirsögnina hér að ofan. Með einu pennastriki væri hægt að hrinda í framkvæmd breytingu sem myndi á afar skömmum tíma, örfáum mánuðum, skila einhverjum mestu umbótum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem um getur. Umbætur sem myndu skila sér strax: Lækkun greiðslubyrðar húsnæðislána um helming. Lækkun leiguverðs. Lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja um allt að helming. Brotthvarf verðtryggðra lána. Stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Gjörbreytt og sanngjarnt fjármálaumhverfi sem bætir hag 99% þjóðarinnar. Gallar sem kæmu fram strax: Fjármagnseigendur sem hafa megintekjur sínar af vöxtum, geta ekki lengur gengið í sjóði heimila og fyrirtækja fyrir tilstuðlan hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Evrutengd króna og stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu: Einhliða og einfalt Slík bylgja lækkana á flestum sviðum mun að sjálfsögðu valda því að verðbólga mun hjaðna hratt - nánast þurrkast út. En hvernig er hægt að gera þetta? Það er einfalt. Með lagasetningu verður íslenska krónan framvegis tengd evru og þar með gilda stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu framvegis, rétt eins og er í nær öllum ríkjum Evrópu. Lykilatriðið er að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu gildi hér samhliða Evrutengingu krónu. Hlutverki Seðlabanka Íslands verður samhliða breytt í samræmi við ný lög. Vissulega mun þetta kosta mikla vinnu og undirbúning. Breyting laga um lífeyrissjóði og margt fleira fellur til en í raun er þetta gert með einu pennastriki. Pennastrikið er ákvörðunin um að gera þessar grundvallar breytingar á fjármálakerfinu, öllum til bóta. Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Hvers vegna að tengja við evru? Svarið er, að hér á landi búum við nær alfarið við evrópskt reglu- og lagaumhverfi. Staðreyndin er að við hlýtum öllum sömu leikreglum og nær allir nágrannar okkar í Evrópu. Nema einni. Við borgum margfalt hærri vexti og munurinn er sláandi. Lítum á nokkur dæmi um breytilega óverðtryggða íbúðalánavexti í Evrópu: Danmörk 3 - 4% Svíþjóð 3,8 - 4,5% Noregur 6 - 7% Ísland 11 - 12% Grikkland 3-4% Ítalía 3-4% Hér er rétt að geta þess að 3-4% vextir nágranna okkar sem hér eru sýndir þykja háir, eru að jafnaði mun lægri. Danmörk, 6 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, en dkr. er tengd evrunni sem gefur aukin stöðugleika og hefur meðal annars leitt til þess að danska krónan er í dag farin að nálgast tvöfalt virði nkr. og skr. Svíþjóð, 11 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, ekki tengd evru og svo virðist sem sú ákvörðun sé að valda þessari miklu veikingu sænsku krónunnar. Noregur, 5,6 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES eins og Ísland, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Ísland, 0,4 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Með því að tengja íslensku krónuna evru getur Ísland skotið sér upp að hlið nágrannaþjóða sinna nær og fjær ( Grikkland og Ítalía eru með 3,5% vexti). Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Er ekki tími til kominn að tengja? Nýjar leikreglur – Nýr veruleiki Þegar farið verður í þessa gjörbyltingu fjármálakerfisins munu 99% þjóðarinnar fagna. Eitt prósent mun hins vegar ekki fagna og berjast með kjafti og klóm til síðasta manns, fram á síðasta dag, til að koma í veg fyrir gjörninginn. Við munum heyra tal um fullveldi, fiskikvóta, sérstöðu og hvað eina sem til fellur. Af því tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki um inngöngu í ESB að ræða, heldur tengingu íslensku krónunnar við evru samhliða upptöku stýrivaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu hér á landi, með samráði eða einhliða. Umræða um inngöngu í ESB, með eða móti er síðan allt annar hlutur og getur haldið áfram óáreitt en með einni stórri breytingu þó - þjóðinni blæðir ekki út á meðan í okurvaxtaumhverfi. Það má segja að barátta eina prósentsins sé þegar hafin en undirritaður hefur nú þegar fengið heilmiklar skammir fyrir málflutninginn frá ónefndum aðilum innan raða eina prósentsins. Miklar skammir en engin haldbær rök – engin. Aðeins fullyrðingar af ýmsu tagi um að nauðsyn sé að hafa leikreglur sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og koma skelfilega illa niður á 99% hennar.... Er ekki tími til kominn að tengja? Hætta að hlýta leikreglum sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og taka upp leikreglur hannaðar fyrir 99% þjóðarinnar? Ég segi já. Eitt risastórt Já. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar