Stimplagerð og samgöngusáttmálinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 27. ágúst 2024 08:00 Í íslenskum stjórnmálum er aðferðum spunadoktora eða almannatengla ósjaldan beitt til að koma af stað tiltekinni orðræðu um málefni. Með þessu á að hafa stjórn á hver sé ímynd málefnis. Vandinn við þessa nálgun í stjórnmálum er að hún dregur oft athyglina frá efnislegu inntaki málefnis. Þess í stað er lögð áhersla á að endurtaka innihaldslausa frasa og hvernig megi stimpla fólk sem er annarrar skoðunar en spunadokturunum er ætlað að berjast fyrir. Stimplunin síðustu daga um samgöngusáttmálann Dæmi um stimplagerð í íslenskum stjórnmálum má sjá á síðustu dögum í umræðunni um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Undir þann sáttmála var upphaflega skrifað í september 2019 og svo aftur hinn 21. ágúst síðastliðinn. Degi eftir undirritunina í síðustu viku sagði núverandi borgarstjóri úr Framsóknarflokknum í fjölmiðlaviðtali að hann væri kominn með nóg af „tuðandi“ sjálfstæðismönnum sem væru andsnúnir vissum atriðum í hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Degi eftir það birti þingflokksformaður Viðreisnar stuttan pistil í Morgunblaðinu þar sem viðkomandi tengdi saman þá staðhæfingu að pólitíkin væri skrýtin tík og „þeirrar staðreyndar“ að ýmsir sjálfstæðismenn væru andsnúnir úrbótum í samgöngumálum Reykvíkinga. Degi síðar, eða sl. laugardag 24. ágúst, birti Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, pistil á eyjan.is, þar sem hann tók undir áðurnefnd orð borgarstjóra og gerði að því skóna að borgarstjórnarlið Sjálfstæðisflokksins hafi í þessu máli „hagað sér eins og pólitísk viðundur sem þverskallast við jafnt almæltum tíðindum og almennri skynsemi“. Nefna mætti fleiri dæmi af stimplagerð af þessum toga en hér verður látið staðar numið. Aðalatriðið er að með ómálefnalegum aðferðum er verið að reyna draga tennurnar úr þeim sem hafa efasemdir um skynsemi þeirrar stefnumótunar sem af hinum endurskoðaða samgöngusáttmála leiðir. En hver eru hin einföldu grundvallaratriði? Það er ágreiningslaust að mikil þörf er á að fjárfest sé verulega í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir öllum samgöngumátum. Ágreiningur er hins vegar til staðar um hvað samgöngubæturnar megi kosta, hvaða samgöngubætur eigi að setja í forgang og hversu langan tíma eigi að taka að hrinda samgöngubótunum í framkvæmd. Frá mínum bæjardyrum séð eru grundvallatriði málsins einföld. Íbúar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga eru háðir einkabílnum og hafa verið lengi. Æskilegt er að draga úr vægi einkabílsins í umferðinni en það verður að byggjast á raunhæfum hugmyndum. Borgarlínuhugmyndin er því miður óraunhæf. Hún kostar of mikið og rekstur þessa nýja strætókerfis verður skattgreiðendum í Reykjavík þungur baggi. Sérfræðingar á sviði samgöngumála hafa bent á aðrar leiðir til að bæta almenningssamgöngur en þær hafa verið hundsaðar og svo verður áfram samkvæmt hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Kostnaður við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, miðað við vísitölu í mars 2024, var upphaflega áætlaður 170 milljarðar króna en er núna kominn upp í 311 milljarða króna. Það eru fyrst og fremst skattgreiðendur í Reykjavík sem þurfa að bera þennan kostnað. Þrátt fyrir að bera stóran hluta kostnaðarins (hvort sem það er í gegnum útgjöld ríkis eða Reykjavíkurborgar) þá eru umferðaflýtandi framkvæmdir í Reykjavík ekki í forgangi samkvæmt samgöngusáttmálanum. Sem dæmi áttu mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Reykjanesbraut að vera lokið árið 2021 en núna er gert ráð fyrir að þeim verði lokið árið 2029. Þetta dæmi um gatnamótin við Bústaðaveg og Reykjanesbraut sýnir vissa nálgun sáttmálans við að leysa samgönguvanda í Reykjavík. Þessi nálgun ber keim af því að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er á móti því að fjárfest sé í samgöngumannvirkjum sem liðka fyrir umferð einkabílsins. Af þeim ástæðum eru allar slíkar framkvæmdir háðar því að samfara verði fjárfest gífurlega mikið í borgarlínunni. Sem sagt, útilokað er að bæta ástandið við Bústaðaveg/Reykjanesbraut nema miklu fé sé samhliða varið í að miðjusetja borgarlínuvagna meðfram Reykjanesbrautinni. Borgarlínan er enn óraunhæf Hinn endurskoðaði samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur að geyma ófá atriði sem flestir geta verið sammála um. Grundvöllur sáttmálans byggir hins vegar enn á að hægt sé að framkvæma borgarlínuhugmyndina. Þar liggur hnífurinn í kúnni þar eð borgarlínan er að mati margra óraunhæf með tilliti til kostnaðar, bæði til lengri og skemmri tíma. Þörf er á að það efnisatriði sé rætt með hliðsjón af nýjustu upplýsingum og á málefnalegum forsendum en ekki að aðferðum spunadoktora sé beitt til að stimpla þá sem voga sér að spyrja hvað skattgreiðendur í Reykjavík séu að fá út úr hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er aðferðum spunadoktora eða almannatengla ósjaldan beitt til að koma af stað tiltekinni orðræðu um málefni. Með þessu á að hafa stjórn á hver sé ímynd málefnis. Vandinn við þessa nálgun í stjórnmálum er að hún dregur oft athyglina frá efnislegu inntaki málefnis. Þess í stað er lögð áhersla á að endurtaka innihaldslausa frasa og hvernig megi stimpla fólk sem er annarrar skoðunar en spunadokturunum er ætlað að berjast fyrir. Stimplunin síðustu daga um samgöngusáttmálann Dæmi um stimplagerð í íslenskum stjórnmálum má sjá á síðustu dögum í umræðunni um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Undir þann sáttmála var upphaflega skrifað í september 2019 og svo aftur hinn 21. ágúst síðastliðinn. Degi eftir undirritunina í síðustu viku sagði núverandi borgarstjóri úr Framsóknarflokknum í fjölmiðlaviðtali að hann væri kominn með nóg af „tuðandi“ sjálfstæðismönnum sem væru andsnúnir vissum atriðum í hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Degi eftir það birti þingflokksformaður Viðreisnar stuttan pistil í Morgunblaðinu þar sem viðkomandi tengdi saman þá staðhæfingu að pólitíkin væri skrýtin tík og „þeirrar staðreyndar“ að ýmsir sjálfstæðismenn væru andsnúnir úrbótum í samgöngumálum Reykvíkinga. Degi síðar, eða sl. laugardag 24. ágúst, birti Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, pistil á eyjan.is, þar sem hann tók undir áðurnefnd orð borgarstjóra og gerði að því skóna að borgarstjórnarlið Sjálfstæðisflokksins hafi í þessu máli „hagað sér eins og pólitísk viðundur sem þverskallast við jafnt almæltum tíðindum og almennri skynsemi“. Nefna mætti fleiri dæmi af stimplagerð af þessum toga en hér verður látið staðar numið. Aðalatriðið er að með ómálefnalegum aðferðum er verið að reyna draga tennurnar úr þeim sem hafa efasemdir um skynsemi þeirrar stefnumótunar sem af hinum endurskoðaða samgöngusáttmála leiðir. En hver eru hin einföldu grundvallaratriði? Það er ágreiningslaust að mikil þörf er á að fjárfest sé verulega í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir öllum samgöngumátum. Ágreiningur er hins vegar til staðar um hvað samgöngubæturnar megi kosta, hvaða samgöngubætur eigi að setja í forgang og hversu langan tíma eigi að taka að hrinda samgöngubótunum í framkvæmd. Frá mínum bæjardyrum séð eru grundvallatriði málsins einföld. Íbúar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga eru háðir einkabílnum og hafa verið lengi. Æskilegt er að draga úr vægi einkabílsins í umferðinni en það verður að byggjast á raunhæfum hugmyndum. Borgarlínuhugmyndin er því miður óraunhæf. Hún kostar of mikið og rekstur þessa nýja strætókerfis verður skattgreiðendum í Reykjavík þungur baggi. Sérfræðingar á sviði samgöngumála hafa bent á aðrar leiðir til að bæta almenningssamgöngur en þær hafa verið hundsaðar og svo verður áfram samkvæmt hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Kostnaður við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, miðað við vísitölu í mars 2024, var upphaflega áætlaður 170 milljarðar króna en er núna kominn upp í 311 milljarða króna. Það eru fyrst og fremst skattgreiðendur í Reykjavík sem þurfa að bera þennan kostnað. Þrátt fyrir að bera stóran hluta kostnaðarins (hvort sem það er í gegnum útgjöld ríkis eða Reykjavíkurborgar) þá eru umferðaflýtandi framkvæmdir í Reykjavík ekki í forgangi samkvæmt samgöngusáttmálanum. Sem dæmi áttu mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Reykjanesbraut að vera lokið árið 2021 en núna er gert ráð fyrir að þeim verði lokið árið 2029. Þetta dæmi um gatnamótin við Bústaðaveg og Reykjanesbraut sýnir vissa nálgun sáttmálans við að leysa samgönguvanda í Reykjavík. Þessi nálgun ber keim af því að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er á móti því að fjárfest sé í samgöngumannvirkjum sem liðka fyrir umferð einkabílsins. Af þeim ástæðum eru allar slíkar framkvæmdir háðar því að samfara verði fjárfest gífurlega mikið í borgarlínunni. Sem sagt, útilokað er að bæta ástandið við Bústaðaveg/Reykjanesbraut nema miklu fé sé samhliða varið í að miðjusetja borgarlínuvagna meðfram Reykjanesbrautinni. Borgarlínan er enn óraunhæf Hinn endurskoðaði samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur að geyma ófá atriði sem flestir geta verið sammála um. Grundvöllur sáttmálans byggir hins vegar enn á að hægt sé að framkvæma borgarlínuhugmyndina. Þar liggur hnífurinn í kúnni þar eð borgarlínan er að mati margra óraunhæf með tilliti til kostnaðar, bæði til lengri og skemmri tíma. Þörf er á að það efnisatriði sé rætt með hliðsjón af nýjustu upplýsingum og á málefnalegum forsendum en ekki að aðferðum spunadoktora sé beitt til að stimpla þá sem voga sér að spyrja hvað skattgreiðendur í Reykjavík séu að fá út úr hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun