„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2024 22:38 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik. „Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira
„Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira