Heilbrigðiskerfið í stórasta landi í heimi Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 22. ágúst 2024 17:32 Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun