ADHD og Sköpunargáfa: Leyndarmál Skapandi Framfara: Steindór Þórarinsson skrifar 18. ágúst 2024 18:31 Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun