Allt fallið í ljúfa löð hjá Bogdanovic og Melo Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 23:16 Bogdanovic og Melo léttir í leikslok FIBA Bogdan Bogdanović, leikmaður Serbíu á Ólympíuleikunum, náði að hrista hressilega upp í fjölmörgum stuðningsmönnum Bandaríkjanna þegar liðin áttust við í undanúrslitum leikanna. Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Enski boltinn Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Sjá meira
Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Enski boltinn Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Sjá meira