Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum! Hólmfríður Drífa Jónsdóttir og Katrín Björg Þórisdóttir skrifa 31. júlí 2024 11:01 Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun