Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum! Hólmfríður Drífa Jónsdóttir og Katrín Björg Þórisdóttir skrifa 31. júlí 2024 11:01 Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar