Rapyd tekur núna beinan þátt í stríðsrekstrinum á Gaza Björn B. Björnsson skrifar 25. febrúar 2024 14:34 Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Greiðslumiðlun Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun