Hættum viðskiptum við Rapyd sem styður morð á saklausu fólki Björn B. Björnsson skrifar 19. nóvember 2023 13:30 Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar