Betri leið til að velja keppendur inn á Ólympíuleika Pawel Bartoszek skrifar 17. júlí 2024 16:00 Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun