LeBron fær meira borgað næstu tvö ár en Jordan fékk allan ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 16:45 LeBron James með Michael Jordan á góðri stundu. AP/Ron Schwane LeBron James er í eilífum samanburði við Michael Jordan en oft er rifist um það hvor þeirra sé besti körfuboltamaður allra tíma. Það hefur auðvitað margt breyst síðan að Jordan var kóngurinn í NBA deildinni. Stærsta breytingin er líklega þegar kemur að launamálum leikmanna en launin hafa hækkað gríðarlega síðan á valdatíð Jordan á tíunda áratug síðustu aldar. Jordan er enn í dag í hópi tekjuhæstu íþróttamanna heims þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en tuttugu ár. Þar koma til tekjur hans frá auglýsingarsamningnum og öðru því tengdu. Þegar kemur að launum hans sem leikmanns þá var það ekki merkileg upphæð miðað við það sem leikmenn deildarinnar fá í dag. LeBron James, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í desember, var að ganga frá nýjum tveggja ára samningi. Hann fær 104 milljónir dollara í laun fyrir þessi tvö tímabil. Jordan fékk hins vegar samanlagt aðeins 94 milljónir dollara í laun allan leikmannaferil sinn sem náði frá 1984 til 2003 sem tveimur hléum eða nánar til getið 1984–1993, 1995–1998 og 2001–2003. Þetta eru fimmtán tímabil og það gera 6,3 milljónir dollara í meðallaun á tímabili. James er því að fá meira næstu tvö ár en heildarlaun Jordan. Þessu er LeBron að ná þegar hann er 40 ára og 41 árs gamall. Hann fær 52 milljónir að meðaltali á tímabili næstu tvö ár en það gerir 7,2 milljarða í íslenskum krónum hvort tímabil. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Það hefur auðvitað margt breyst síðan að Jordan var kóngurinn í NBA deildinni. Stærsta breytingin er líklega þegar kemur að launamálum leikmanna en launin hafa hækkað gríðarlega síðan á valdatíð Jordan á tíunda áratug síðustu aldar. Jordan er enn í dag í hópi tekjuhæstu íþróttamanna heims þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en tuttugu ár. Þar koma til tekjur hans frá auglýsingarsamningnum og öðru því tengdu. Þegar kemur að launum hans sem leikmanns þá var það ekki merkileg upphæð miðað við það sem leikmenn deildarinnar fá í dag. LeBron James, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í desember, var að ganga frá nýjum tveggja ára samningi. Hann fær 104 milljónir dollara í laun fyrir þessi tvö tímabil. Jordan fékk hins vegar samanlagt aðeins 94 milljónir dollara í laun allan leikmannaferil sinn sem náði frá 1984 til 2003 sem tveimur hléum eða nánar til getið 1984–1993, 1995–1998 og 2001–2003. Þetta eru fimmtán tímabil og það gera 6,3 milljónir dollara í meðallaun á tímabili. James er því að fá meira næstu tvö ár en heildarlaun Jordan. Þessu er LeBron að ná þegar hann er 40 ára og 41 árs gamall. Hann fær 52 milljónir að meðaltali á tímabili næstu tvö ár en það gerir 7,2 milljarða í íslenskum krónum hvort tímabil. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira