„Skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2024 09:30 Andri er framkvæmdastjóri ÍSÍ. vísir/einar Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að styrkir til afreksíþrótta þurfi að þrefaldast til að hægt sé að halda úti mannsæmandi afreksstarfi. Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir ÍSÍ Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir
ÍSÍ Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira