Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 18. júní 2024 14:31 Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Heilsa Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun