Lífið samstarf

Mynda­veisla: Enn eitt vel heppnað Street­ball mót X977

X977
Sigurvegarar Streetball móts X977 árið 2024 eru BBB. Hér sjást þeir félagar ásamt Sigurði Orra og Tomma Steindórs, umsjónarmönnum mótsins.  Myndir/Anton Brink.
Sigurvegarar Streetball móts X977 árið 2024 eru BBB. Hér sjást þeir félagar ásamt Sigurði Orra og Tomma Steindórs, umsjónarmönnum mótsins.  Myndir/Anton Brink.

Streetball mót X977 fór fram á Klamratúni síðasta laugardag í blíðskaparveðri. Tuttugu lið tóku þátt og sáust mörg eftirminnileg tilþrif hjá leikmönnum.

Það var liðið BBB sem sigraði eftir harða keppni og hlaut í verðlaun 70.000 kr. í beinhörðum peningum og bikar. Fasteignafélagið lenti í öðru sæti og hlaut í verðlaun 30.000 kr. Last Samurai endaði í þriðja sæti en efstu þrjú liðin fengu auk þess veglegar gjafir frá styrktaraðilum.

Sigurður Orri Kristjánsson (t.v.) og Tommi Steindórs sáu um skipulag Streetball móts X977.

Veðrið lék við leikmenn og áhorfendur. „Veðrið var allavega til fyrirmyndar þriðja árið í röð, enda pantað snemma í ár,“ sagði Tommi Steindórs, annar umsjónarmanna mótsins.

„Það er gaman að sjá Streetball mótið vaxa jafnt og þétt ár frá ári og við höfum fulla trú á að það verði fastur liður hér á Klamratúni um ókomin ár,“ bætir Sigurður Orri við, sem sá um skipulag mótsins með Tomma.

Það er X977 og KKÍ sem halda mótið í samstarfi við Subway, Útilíf og Egils Orku.

Hér má sjá myndir frá mótinu.

Fasteignafélagið endaði í öðru sæti á Streetball móti X977.
Last Samurai endaði í þriðja sæti á Streetball móti X977.

Klippa: Streetball mót X977 á Klamratúni


Fleiri fréttir

Sjá meira


×