Neyðarkall!!! Fleiri hjúkrunarrými strax! Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 18. júní 2024 11:00 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnvöld verða að bregðast við vandanum af festu. Úttektir heilbrigðisráðuneytisins sýna skýrt fram á þörfina fyrir fleiri hjúkrunarrými, en hingað til hefur skort raunverulegan pólitískan vilja til að mæta skortinum. Loforð um eflingu heimahjúkrunar hafa ekki gengið eftir og ein og sér mun heimahjúkrun aldrei geta leyst vandann, sérstaklega þar sem fjöldi mjög aldraðra einstaklinga mun stóraukast á komandi árum. Lausnin felst í markvissu átaki til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Til lengri tíma litið er fjárfesting í öldrunarþjónustu ekki aðeins siðferðileg nauðsyn heldur einnig skynsamleg hagfræðilega séð, þar sem hún dregur úr kostnaði og álagi á aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Aðgerðaleysi mun á hinn bóginn leiða til sívaxandi vandamála. Núverandi áform um flutning aldraðra langt frá heimahögum og aðstandendum, sýna hversu alvarlegur skorturinn á hjúkrunarrýmum er orðinn. Slíkar neyðarráðstafanir ættu ekki að líðast í velferðarsamfélagi. Ríkisstjórnin hefur haft tæp 7 ár til að grípa til aðgerða í málaflokknum en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýjum hjúkrunarheimilum á hennar vakt. Við verðum að forgangsraða málefnum aldraðra og tryggja öllum öldruðum einstaklingum aðgang að þeirri umönnun sem þeir þurfa. Tíminn til að bregðast við er núna. því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Flokkur fólksins Heilbrigðismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnvöld verða að bregðast við vandanum af festu. Úttektir heilbrigðisráðuneytisins sýna skýrt fram á þörfina fyrir fleiri hjúkrunarrými, en hingað til hefur skort raunverulegan pólitískan vilja til að mæta skortinum. Loforð um eflingu heimahjúkrunar hafa ekki gengið eftir og ein og sér mun heimahjúkrun aldrei geta leyst vandann, sérstaklega þar sem fjöldi mjög aldraðra einstaklinga mun stóraukast á komandi árum. Lausnin felst í markvissu átaki til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Til lengri tíma litið er fjárfesting í öldrunarþjónustu ekki aðeins siðferðileg nauðsyn heldur einnig skynsamleg hagfræðilega séð, þar sem hún dregur úr kostnaði og álagi á aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Aðgerðaleysi mun á hinn bóginn leiða til sívaxandi vandamála. Núverandi áform um flutning aldraðra langt frá heimahögum og aðstandendum, sýna hversu alvarlegur skorturinn á hjúkrunarrýmum er orðinn. Slíkar neyðarráðstafanir ættu ekki að líðast í velferðarsamfélagi. Ríkisstjórnin hefur haft tæp 7 ár til að grípa til aðgerða í málaflokknum en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýjum hjúkrunarheimilum á hennar vakt. Við verðum að forgangsraða málefnum aldraðra og tryggja öllum öldruðum einstaklingum aðgang að þeirri umönnun sem þeir þurfa. Tíminn til að bregðast við er núna. því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar