Þorleifur áfram með Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 13:04 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, verður áfram þjálfari liðsins en samningur hans rann út nú í vor. Grindvíkingar greina sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. „Það gleður okkur að tilkynna að samningar hafa náðst við Þorleif Ólafsson um að halda áfram þjálfun kvennaliðs Grindavíkur. Þorleifur, eða Lalli eins og við og flestir Grindvíkingar köllum hana vanalega, tók við þjálfun liðsins þegar það kom upp í úrvalsdeild haustið 2021 og undir stjórn Lalla hefur liðið tekið stórstígum framförum ár hvert.“ - Segir í tilkynningu Grindavíkur. Undir stjórn Þorleifs fór liðið í 4-liða úrslit bæði í bikar og deild en liðið tapaði 3-0 gegn Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Vísir hafði samband við Þorleif sem viðurkenndi að það hefði kitlað hann að halda áfram með liðið og freista þess að ná enn lengra: „Þegar maður lítur til baka þá hefði maður auðvitað viljað ná lengra og ná meira út úr því liði sem maður var með í höndunum í vetur. Þetta var í raun mjög auðveld ákvörðun þegar á hólminn var komið. Í þessum aðstæðum sem eru uppi í lífi okkar Grindvíkinga þá rennur manni svolítið blóðið til skyldunnar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í íþróttalífi Grindavíkur og ég er þakklátur stjórninni fyrir traustið.“ Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG en hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði of mikið á hans könnu í vetur. „Ég hef ekki áhyggjur af því, ég gef mér tíma í að sinna þessum verkefnum og vel að verja tíma mínum í þetta. Svo þarf ég bara að finna mér góðan aðstoðarmann þar sem Bryndís [Gunnlaugsdóttir] er farin í barneignarleyfi. Með góðum aðstoðarmanni verður allt auðveldra. Svo er ég líka svo vel giftur og fæ góðan stuðning frá konunni minni til að halda áfram.“ - Sagði Lalli léttur að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
„Það gleður okkur að tilkynna að samningar hafa náðst við Þorleif Ólafsson um að halda áfram þjálfun kvennaliðs Grindavíkur. Þorleifur, eða Lalli eins og við og flestir Grindvíkingar köllum hana vanalega, tók við þjálfun liðsins þegar það kom upp í úrvalsdeild haustið 2021 og undir stjórn Lalla hefur liðið tekið stórstígum framförum ár hvert.“ - Segir í tilkynningu Grindavíkur. Undir stjórn Þorleifs fór liðið í 4-liða úrslit bæði í bikar og deild en liðið tapaði 3-0 gegn Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Vísir hafði samband við Þorleif sem viðurkenndi að það hefði kitlað hann að halda áfram með liðið og freista þess að ná enn lengra: „Þegar maður lítur til baka þá hefði maður auðvitað viljað ná lengra og ná meira út úr því liði sem maður var með í höndunum í vetur. Þetta var í raun mjög auðveld ákvörðun þegar á hólminn var komið. Í þessum aðstæðum sem eru uppi í lífi okkar Grindvíkinga þá rennur manni svolítið blóðið til skyldunnar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í íþróttalífi Grindavíkur og ég er þakklátur stjórninni fyrir traustið.“ Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG en hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði of mikið á hans könnu í vetur. „Ég hef ekki áhyggjur af því, ég gef mér tíma í að sinna þessum verkefnum og vel að verja tíma mínum í þetta. Svo þarf ég bara að finna mér góðan aðstoðarmann þar sem Bryndís [Gunnlaugsdóttir] er farin í barneignarleyfi. Með góðum aðstoðarmanni verður allt auðveldra. Svo er ég líka svo vel giftur og fæ góðan stuðning frá konunni minni til að halda áfram.“ - Sagði Lalli léttur að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti