Blása til styrktarleiks í minningu Bjarka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2024 11:05 Bjarki Gylfason var 36 ára þegar hann lést í mars. vísir/hulda margrét Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930 Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira