Álag í íslenskum grunnskólum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:01 Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryndís Haraldsdóttir Grunnskólar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun