Ákall eftir náttúrufræðikennurum Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar 10. júní 2024 08:00 Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun