Áfengi er engin venjuleg söluvara á frjálsum markaði Kristján G. Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 10:31 Frá aldaöðli hefur það verið talið hlutverk ríkisvaldsins að vernda borgarana frá skaða. Er það almennt talinn vera grunnur þjóðfélagssáttmálans. Þannig er haft eftir Rómverjanum Marcus Tullius Cicero; Velferð og öryggi borgaranna eru hin æðstu lög.* (1) Haft er eftir breska forsætisráðherranum og íhaldsmanninum Disraeli; Að vernda heilsu borgaranna er æðsta skylda stjórnmálamanna. (2) Þessi bakgrunnur kemur upp í hugann þegar rætt er um sölu og auglýsingar áfengis. En áfengi er eitt eitraðasta efni sem selt er á frjálsum markaði. (3) Það hefur skelfileg áhrif á líf og heilsu manna. (4) Efnið veldur á heimsvísu yfir 7 % allra ótímabærra dauðsfalla. Um er að ræða um 3 milljónir mannslífa á ári. Þar af eru ótímabær andlát kvenna um sjöhundruð þúsund. Töpuð ár við góða heilsu er um 132 milljónir mannára (DALY). Í alþjóðlegu samhengi stendur Evrópa illa og veldur áfengi tíunda hverju ótímabæru andláti í álfunni. Þriðjungur er vegna slysa, fimmtungur vegna meltingarfærasjúkdóma, annar fimmtungur vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Enn er höggvið í sama knérunn og áfengi veldur áttunda hverju dauðsfalli ungmenna á þrítugsaldri, eða 13 %. Ofbeldið sem fylgir áfengi þekkja flestir og fimmti hver karlmaður hefur orðið fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi af drukknu fólki. (4) Efnið er einnig krabbameinsvaldandi. (5) Það er hafið yfir vafa að það veldur vélinda-, lifrar-, brjósta-, ristil-, munnhols- og barkakrabbameinum. Þessi áhætta kemur strax fram við litla skammta. Það er þekkt að áfengi skemmir DNA strengi í frumum líkamans. Þannig veldur áfengi 5,5 % allra krabbameina hjá körlum og 2.3% hjá konum, eða 26 andlátum á ári á Íslandi.(4) Miðað við lifun eftir meðferð á greindum krabbameinum má áætla að það valdi meira en einu nýgreindu krabbameini í viku hverri hér á landi. En hvað er til ráða? Á ekki bara að láta hina frjálsu hönd markaðarins leysa málið og leyfa hverjum sem vill að brugga, selja, og auglýsa áfengi. Og trúa að því meira framboð, því minna og hóflegar sé drukkið. Enda er það hin sanna vínmenning sem þjóðin hefur beðið svo lengi eftir. Svarið er ekki svo augljóst í samfélagi manna. Um geðbreytandi efni er að ræða sem er vafið í menningu okkar og siði, þar með talið trúarbrögð. En það er ávanabindandi, og hefur auðveldlega áhrif á dómgreind okkar. Við erum almennt sammála um að drykkja barna sé varla æskileg, en þar er jú möguleiki á aðkomu markaðarins, ef glöggt er skoðað. Margoft hefur verið reynt að bragðbæta vín þannig að þessi hluti markaðarins taki vel við sér. Auglýsingum er beint til þessa hóps, bæði beint og með óbeinum hætti, frá kvikmyndum, áhrifavöldum og samfélagsmiðlum. Sem dæmi þá birtist varla mynd af frægu glæsilegu fólki án þess að vínglas sé nærri. En hvað með ófædd börn? Vínandi er fósturskemmandi, hver ver þau skaða ? Það ætti að vera sjálfsagður réttur barna, verðandi mæðra og einstaklinga með áfengisfíkn að geta verslað nauðþurftir í matvörubúð án þess að þurfa að hafa áfengi fyrir augunum. Áhrif áfengis á samfélagið er um margt dulin. Við þekkjum öll einstaklinga sem hafa drukkið meira en góðu hófi gegnir og aldrei notið hæfileika sinna sem skyldi vegna drykkju. Í starfi mínu sem læknir líður varla sá dagur að ekki komi fram hjá sjúklingum mínum að þeir hafi alist upp við drykkju annars eða beggja foreldra og afleiðingar skilið eftir spor sem hafa haft áhrif á allt þeirra líf. Mótað persónuleika þeirra, oft með einkennum meðvirkni, kvíða, og skertri starfsgetu til frambúðar. Þá sinni ég einnig svokölluðu hófdrykkju fólki, sem drekkur einn bjór eða tvo daglega og kannski aðeins meira um helgar, glas af freyðivíni þennan daginn, sherry hinn daginn. Þessir einstaklingar veikjast iðulega á geði vegna áfengis. Oft með lamandi þunglyndi og kvíða. Ekki er um áfengisfíkn að ræða, en langvarandi áhrif á boðefni heilans og tilfinningastöðvar. Þegar farið er yfir málin, og viðkomandi hættir þessu sulli, lagast einkennin oft með því að sleppa áfengi í nokkra mánuði. Afleiddur kostnaður af áfengisneyslu á Íslandi er talinn vera um eitt hundrað milljarðar króna. Eins lítra aukning á drykkju af hreinum vínanda á ári á hvern mann er talinn auka þennan kostnað um 15 milljarða. (6) Hvað er til ráða við að dempa hin skelfilegu áhrif áfengis á lýðheilsu ? Er takmarkaður sölutími, auglýsingabann og skattur á áfengi til að stýra neyslu, hugverk stjórnlyndra afla sem eru að abbast upp á frelsið ? Reynsla þjóða, byggð á þeim sársauka og dauða, sem áfengi veldur, hefur dregið fram leiðir sem hægt er að styðjast við þegar takmarka á skaða áfengis á samfélög manna. (3,4) Meðal þeirra leiða sem WHO eða Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með er að hærra verð á áfengi dregur úr neyslu, styttri sölutími dregur úr heildarneyslu, færri útsölustaðir draga úr neyslu, auglýsingabann dregur úr neyslu, einkasala ríkisins á áfengi dregur úr neyslu. Hér á landi hefur íslenska ríkið eða öllu heldur almenningur, haft einkarétt á sölu áfengis eins og tíðkast á nokkrum Norðurlandanna, en einbeittur pólitískur vilji er til að breyta þessu og færa hagnaðinn af sölunni frá almenningi til markaðsafla. Með sölu í matvöruverslunum og í netsölu. Og sölu allan sólarhringinn og alla daga vikunnar. Þannig selur Costco áfengi og nú ætla Hagar einnig að feta þá slóð. Athyglisvert er að Hagar eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða sem greiða lífeyri, heilsulausu fólki vegna áfengisneyslu. Raunar ætti að merkja allt áfengi sem hættulega vöru, fósturskemmandi og krabbameinsvaldandi. Í samantekt, höldum markaðsöflum frá sölu áfengis. Stefnum að minnkandi neyslu sem samfélag, til dæmis með 10 -20 % minnkun á sölu á áratug. Þrengjum sölutíma, höldum áfram auglýsingabanni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Stöðvum netsölu. Setjum varúðarmiða á umbúðir þessa krabbameinsvaldandi efnis. Aukum fræðslu, meðal annars fræðslu í skólum. Auglýsum í almannarými skaðsemi áfengis. Aukum meðferð við áfengisfíkn. *( salus, populi, suprema lex esto). Höfundur er Dr. Med og formaður lýðheilsuráðs Læknafélags Íslands. Heimildir 1) C.W. Keyes, Cicero: de re Publica, de Legibua (New York: G.P. Putnam’s Sons 2) JA. Tobey, Public Health Law: a Manual of Lawfir Sanitariana (Baltimore: The Williams & Wilkins Co). 3) Thomas F. Babor, Sally Casswell, et al. | Alcohol: No Ordinary Commodity: Research and public policy Feb 28, 2023 4 ) Global status report on alcohol and health 2018. World Health Organization, 2019. 5) Jürgen Rehm et al. Alcohol Use and Cancer in the European Union: Eur Addict Res (2021) 27 (1): 1–8. 6) Stella Einarsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu: HÍ 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Frá aldaöðli hefur það verið talið hlutverk ríkisvaldsins að vernda borgarana frá skaða. Er það almennt talinn vera grunnur þjóðfélagssáttmálans. Þannig er haft eftir Rómverjanum Marcus Tullius Cicero; Velferð og öryggi borgaranna eru hin æðstu lög.* (1) Haft er eftir breska forsætisráðherranum og íhaldsmanninum Disraeli; Að vernda heilsu borgaranna er æðsta skylda stjórnmálamanna. (2) Þessi bakgrunnur kemur upp í hugann þegar rætt er um sölu og auglýsingar áfengis. En áfengi er eitt eitraðasta efni sem selt er á frjálsum markaði. (3) Það hefur skelfileg áhrif á líf og heilsu manna. (4) Efnið veldur á heimsvísu yfir 7 % allra ótímabærra dauðsfalla. Um er að ræða um 3 milljónir mannslífa á ári. Þar af eru ótímabær andlát kvenna um sjöhundruð þúsund. Töpuð ár við góða heilsu er um 132 milljónir mannára (DALY). Í alþjóðlegu samhengi stendur Evrópa illa og veldur áfengi tíunda hverju ótímabæru andláti í álfunni. Þriðjungur er vegna slysa, fimmtungur vegna meltingarfærasjúkdóma, annar fimmtungur vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Enn er höggvið í sama knérunn og áfengi veldur áttunda hverju dauðsfalli ungmenna á þrítugsaldri, eða 13 %. Ofbeldið sem fylgir áfengi þekkja flestir og fimmti hver karlmaður hefur orðið fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi af drukknu fólki. (4) Efnið er einnig krabbameinsvaldandi. (5) Það er hafið yfir vafa að það veldur vélinda-, lifrar-, brjósta-, ristil-, munnhols- og barkakrabbameinum. Þessi áhætta kemur strax fram við litla skammta. Það er þekkt að áfengi skemmir DNA strengi í frumum líkamans. Þannig veldur áfengi 5,5 % allra krabbameina hjá körlum og 2.3% hjá konum, eða 26 andlátum á ári á Íslandi.(4) Miðað við lifun eftir meðferð á greindum krabbameinum má áætla að það valdi meira en einu nýgreindu krabbameini í viku hverri hér á landi. En hvað er til ráða? Á ekki bara að láta hina frjálsu hönd markaðarins leysa málið og leyfa hverjum sem vill að brugga, selja, og auglýsa áfengi. Og trúa að því meira framboð, því minna og hóflegar sé drukkið. Enda er það hin sanna vínmenning sem þjóðin hefur beðið svo lengi eftir. Svarið er ekki svo augljóst í samfélagi manna. Um geðbreytandi efni er að ræða sem er vafið í menningu okkar og siði, þar með talið trúarbrögð. En það er ávanabindandi, og hefur auðveldlega áhrif á dómgreind okkar. Við erum almennt sammála um að drykkja barna sé varla æskileg, en þar er jú möguleiki á aðkomu markaðarins, ef glöggt er skoðað. Margoft hefur verið reynt að bragðbæta vín þannig að þessi hluti markaðarins taki vel við sér. Auglýsingum er beint til þessa hóps, bæði beint og með óbeinum hætti, frá kvikmyndum, áhrifavöldum og samfélagsmiðlum. Sem dæmi þá birtist varla mynd af frægu glæsilegu fólki án þess að vínglas sé nærri. En hvað með ófædd börn? Vínandi er fósturskemmandi, hver ver þau skaða ? Það ætti að vera sjálfsagður réttur barna, verðandi mæðra og einstaklinga með áfengisfíkn að geta verslað nauðþurftir í matvörubúð án þess að þurfa að hafa áfengi fyrir augunum. Áhrif áfengis á samfélagið er um margt dulin. Við þekkjum öll einstaklinga sem hafa drukkið meira en góðu hófi gegnir og aldrei notið hæfileika sinna sem skyldi vegna drykkju. Í starfi mínu sem læknir líður varla sá dagur að ekki komi fram hjá sjúklingum mínum að þeir hafi alist upp við drykkju annars eða beggja foreldra og afleiðingar skilið eftir spor sem hafa haft áhrif á allt þeirra líf. Mótað persónuleika þeirra, oft með einkennum meðvirkni, kvíða, og skertri starfsgetu til frambúðar. Þá sinni ég einnig svokölluðu hófdrykkju fólki, sem drekkur einn bjór eða tvo daglega og kannski aðeins meira um helgar, glas af freyðivíni þennan daginn, sherry hinn daginn. Þessir einstaklingar veikjast iðulega á geði vegna áfengis. Oft með lamandi þunglyndi og kvíða. Ekki er um áfengisfíkn að ræða, en langvarandi áhrif á boðefni heilans og tilfinningastöðvar. Þegar farið er yfir málin, og viðkomandi hættir þessu sulli, lagast einkennin oft með því að sleppa áfengi í nokkra mánuði. Afleiddur kostnaður af áfengisneyslu á Íslandi er talinn vera um eitt hundrað milljarðar króna. Eins lítra aukning á drykkju af hreinum vínanda á ári á hvern mann er talinn auka þennan kostnað um 15 milljarða. (6) Hvað er til ráða við að dempa hin skelfilegu áhrif áfengis á lýðheilsu ? Er takmarkaður sölutími, auglýsingabann og skattur á áfengi til að stýra neyslu, hugverk stjórnlyndra afla sem eru að abbast upp á frelsið ? Reynsla þjóða, byggð á þeim sársauka og dauða, sem áfengi veldur, hefur dregið fram leiðir sem hægt er að styðjast við þegar takmarka á skaða áfengis á samfélög manna. (3,4) Meðal þeirra leiða sem WHO eða Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með er að hærra verð á áfengi dregur úr neyslu, styttri sölutími dregur úr heildarneyslu, færri útsölustaðir draga úr neyslu, auglýsingabann dregur úr neyslu, einkasala ríkisins á áfengi dregur úr neyslu. Hér á landi hefur íslenska ríkið eða öllu heldur almenningur, haft einkarétt á sölu áfengis eins og tíðkast á nokkrum Norðurlandanna, en einbeittur pólitískur vilji er til að breyta þessu og færa hagnaðinn af sölunni frá almenningi til markaðsafla. Með sölu í matvöruverslunum og í netsölu. Og sölu allan sólarhringinn og alla daga vikunnar. Þannig selur Costco áfengi og nú ætla Hagar einnig að feta þá slóð. Athyglisvert er að Hagar eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða sem greiða lífeyri, heilsulausu fólki vegna áfengisneyslu. Raunar ætti að merkja allt áfengi sem hættulega vöru, fósturskemmandi og krabbameinsvaldandi. Í samantekt, höldum markaðsöflum frá sölu áfengis. Stefnum að minnkandi neyslu sem samfélag, til dæmis með 10 -20 % minnkun á sölu á áratug. Þrengjum sölutíma, höldum áfram auglýsingabanni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Stöðvum netsölu. Setjum varúðarmiða á umbúðir þessa krabbameinsvaldandi efnis. Aukum fræðslu, meðal annars fræðslu í skólum. Auglýsum í almannarými skaðsemi áfengis. Aukum meðferð við áfengisfíkn. *( salus, populi, suprema lex esto). Höfundur er Dr. Med og formaður lýðheilsuráðs Læknafélags Íslands. Heimildir 1) C.W. Keyes, Cicero: de re Publica, de Legibua (New York: G.P. Putnam’s Sons 2) JA. Tobey, Public Health Law: a Manual of Lawfir Sanitariana (Baltimore: The Williams & Wilkins Co). 3) Thomas F. Babor, Sally Casswell, et al. | Alcohol: No Ordinary Commodity: Research and public policy Feb 28, 2023 4 ) Global status report on alcohol and health 2018. World Health Organization, 2019. 5) Jürgen Rehm et al. Alcohol Use and Cancer in the European Union: Eur Addict Res (2021) 27 (1): 1–8. 6) Stella Einarsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu: HÍ 2022.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun