Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 21:02 Ég frétti af konu sem hefur árum saman verið beitt ofbeldi af hendi maka síns. Frá upphafi sambands þeirra hefur maki hennar beitt hana miklu andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún hefur látið sig hafa þetta enda hefur hún ekki í önnur hús að venda, er skuldbundin manninum og á með honum börn. Dag einn brast eitthvað hjá henni og hún réðst á maka sinn með kjafti og klóm. Hann var þá búinn að ganga þannig í skrokk á henni að hún missti fóstur. Hann var þá líka farinn að beita börnin grófu ofbeldi. Það gat hún ekki horft upp á, réðst á manninn og barði hann í hausinn með því sem hendi var næst. Maðurinn hlaut áverka og mun líklega bera ör eftir árásina það sem eftir er. Hann brást auðvitað ókvæða við og hefur nú aukið ofbeldi sitt til muna. Enda konan í hans augum sturluð og óalandi. Ekki nokkur leið fyrir manninn að búa með svona brjálaðri konu. Honum finnst hreinlega stafa af henni mikil ógn og að hann þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að hafa hemil á henni. Nú er svo komið að konan er fangi á eigin heimili í bráðum tvö ár. Hann hefur einangrað hana frá umheiminum, tekið af henni öll fjárráð og hleypir henni ekki út úr húsi. Börnin eru líka föst heima í hræðilegum aðstæðum. Þau fá ekki nægan mat og hafa ekki getað leitað til læknis með lífshættuleg veikindi sín. Segja má að þau séu nú í verulegri lífshættu, vannærð, veik og vonlaus, auk þess sem karlinn beitir þau enn miklu líkamlegu ofbeldi og ekki ólíklegt að hann muni á endanum hreinlega drepa þau öll. Vinir og nánustu fjölskyldumeðlimir konunnar hafa frá upphafi reynt að aðstoða konuna og vekja athygli á bágri stöðu hennar. Augljóslega er þarna eitthvað alls ekki í lagi og eitthvað þarf að breytast. En hvað? Hvert er vandamálið hérna? Er það konan? Er það hún sem er vandamálið, greinilega orðin ofbeldishneigð í örvæntingu sinni? Eða er það kannski maki hennar? Ég held að lang flestir myndu segja já, það er makinn sem er vandamálið og það þarf að draga hann til ábyrgðar og stöðva þannig ofbeldið. En þar vandast málin. Maðurinn er mikils metinn í samfélaginu. Hann er ríkur maður og rekur fleiri en eitt fyrirtæki í bænum, veitir mörgum atvinnu og fyrirtæki hans veita þjónustu sem enginn vill vera án. Hann er líka besti vinur bæjarstjórans og tengist fólkinu sterkum böndum sem allt á og öllu stjórnar í samfélaginu. Háværar raddir vina og fjölskyldu konunnar drukkna í röddum þeirra ríku og valdamiklu. Enginn vill fórna sínum auði, sínum völdum, sínum lífsgæðum. Auk þessa, lenti maðurinn sjálfur í einelti af hendi bæjarbúa þegar hann var barn. Einelti í raun vægt til orða tekið því hann var hreinlega beittur ofbeldi. Bæjarbúar eru því upp til hópa með óstjórnlegan móral. Aumingjans maðurinn á svo bágt. Ekki nóg með að hann hafi verið beittur grófu ofbeldi í æsku heldur á hann nú líka konu sem er svona sturluð, óalandi og ómöguleg. Enginn treystir sér til að draga hann til ábyrgðar fyrir það grófa ofbeldi sem hann hefur sjálfur beitt. Eða hvað, þorir einhver? Ef einhver skilur ekki hvert er verið að fara með þessari frásögn þá tek ég fram að ekki er um raunverulegt dæmi að ræða, heldur er frásögnin sett fram til þess að vekja fólk til umhugsunar um stöðu mála í Palestínu. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur og félagsmaður í Félaginu Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég frétti af konu sem hefur árum saman verið beitt ofbeldi af hendi maka síns. Frá upphafi sambands þeirra hefur maki hennar beitt hana miklu andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún hefur látið sig hafa þetta enda hefur hún ekki í önnur hús að venda, er skuldbundin manninum og á með honum börn. Dag einn brast eitthvað hjá henni og hún réðst á maka sinn með kjafti og klóm. Hann var þá búinn að ganga þannig í skrokk á henni að hún missti fóstur. Hann var þá líka farinn að beita börnin grófu ofbeldi. Það gat hún ekki horft upp á, réðst á manninn og barði hann í hausinn með því sem hendi var næst. Maðurinn hlaut áverka og mun líklega bera ör eftir árásina það sem eftir er. Hann brást auðvitað ókvæða við og hefur nú aukið ofbeldi sitt til muna. Enda konan í hans augum sturluð og óalandi. Ekki nokkur leið fyrir manninn að búa með svona brjálaðri konu. Honum finnst hreinlega stafa af henni mikil ógn og að hann þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að hafa hemil á henni. Nú er svo komið að konan er fangi á eigin heimili í bráðum tvö ár. Hann hefur einangrað hana frá umheiminum, tekið af henni öll fjárráð og hleypir henni ekki út úr húsi. Börnin eru líka föst heima í hræðilegum aðstæðum. Þau fá ekki nægan mat og hafa ekki getað leitað til læknis með lífshættuleg veikindi sín. Segja má að þau séu nú í verulegri lífshættu, vannærð, veik og vonlaus, auk þess sem karlinn beitir þau enn miklu líkamlegu ofbeldi og ekki ólíklegt að hann muni á endanum hreinlega drepa þau öll. Vinir og nánustu fjölskyldumeðlimir konunnar hafa frá upphafi reynt að aðstoða konuna og vekja athygli á bágri stöðu hennar. Augljóslega er þarna eitthvað alls ekki í lagi og eitthvað þarf að breytast. En hvað? Hvert er vandamálið hérna? Er það konan? Er það hún sem er vandamálið, greinilega orðin ofbeldishneigð í örvæntingu sinni? Eða er það kannski maki hennar? Ég held að lang flestir myndu segja já, það er makinn sem er vandamálið og það þarf að draga hann til ábyrgðar og stöðva þannig ofbeldið. En þar vandast málin. Maðurinn er mikils metinn í samfélaginu. Hann er ríkur maður og rekur fleiri en eitt fyrirtæki í bænum, veitir mörgum atvinnu og fyrirtæki hans veita þjónustu sem enginn vill vera án. Hann er líka besti vinur bæjarstjórans og tengist fólkinu sterkum böndum sem allt á og öllu stjórnar í samfélaginu. Háværar raddir vina og fjölskyldu konunnar drukkna í röddum þeirra ríku og valdamiklu. Enginn vill fórna sínum auði, sínum völdum, sínum lífsgæðum. Auk þessa, lenti maðurinn sjálfur í einelti af hendi bæjarbúa þegar hann var barn. Einelti í raun vægt til orða tekið því hann var hreinlega beittur ofbeldi. Bæjarbúar eru því upp til hópa með óstjórnlegan móral. Aumingjans maðurinn á svo bágt. Ekki nóg með að hann hafi verið beittur grófu ofbeldi í æsku heldur á hann nú líka konu sem er svona sturluð, óalandi og ómöguleg. Enginn treystir sér til að draga hann til ábyrgðar fyrir það grófa ofbeldi sem hann hefur sjálfur beitt. Eða hvað, þorir einhver? Ef einhver skilur ekki hvert er verið að fara með þessari frásögn þá tek ég fram að ekki er um raunverulegt dæmi að ræða, heldur er frásögnin sett fram til þess að vekja fólk til umhugsunar um stöðu mála í Palestínu. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur og félagsmaður í Félaginu Ísland - Palestína.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar